Frjáls verslun - 01.09.2004, Qupperneq 88
Skúli Rósantsson framkvæmdastjóri. „Með því að kaupa Casa sáum við m.a. þann möguleika að einbeita okkur að fyrirtækja-
markaðnum."
CASA OG KÓSÝHÚSGÖGN:
Nútímalegt, stflhreint og vandaS
Ibyrjun ársins festu eigendur húsgagnaverslunarinnar Kósý-
húsgögn kaup á versluninni Casa. Verslanirnar tvær eru nú
báðar til húsa að Síðumúla 24 þar sem Kósýhúsgögn hefur
verið frá upphafi. Sýningarsalurinn er um 1000 fermetrar, hvor
verslun hefur sinn hluta, um 500 fermetra. Emma Axelsdóttir
innanhússarkitekt og Daninn Hans Christian Faurschou hönn-
uðu salinn sem er nútímalegur og stílhreinn. Bæði húsgögn og
smávörur fá þar að njóta sín. Plássið er vel nýtt, sem dæmi má
nefna að smávörulagerinn er á bak við sýningarhillumar.
„Með því að kaupa Casa sáum við m.a. þann mögu-
leika að einbeita okkur að iýrirtækjamarkaðnum,“ segir Skúli
Rósantsson, framkvæmdastjóri og eigandi verslananna. „Með
kaupunum á Casa fengum við m.a. einkaleyfi hér á landi á
húsgögnum frá franska fyrirtækinu Ligne Roset en það er
sterkt á fyrirtækja- og hótelmarkaðnum. Við stefnum á að hafa
deild innan fyrirtækisins sem mun sjá um þennan markað.
Það sem heillaði okkur líka við Casa er annar markhópur sem
er tilbúinn að kaupa húsgögn í hæsta gæðaflokki. Það kemur
okkur á óvart hvað markhópurinn er stór.“
Casa hefur sérhæft sig í vönduðum húsgögnum frá fyrir-
tækjum s.s. Ligne Roset, Casa Nova, Polaris, Cassina, Gyform,
Fiam, Flos og Artemide. Á meðal hönnuða hjá þessum fyrir-
tækjum eru Pascal Mourgue, Arik Levy, Dögg Guðmunds-
dóttir, Philippe Starck og Le Corbusier.
í versluninni fæst auk þess smávara, m.a. frá þýska fyrirtæk-
inu Ritzenhoff, ítalska fyrirtækinu Alessi og franska fyrirtækinu
Iigne Roset. Von er á smávöru frá þýska fyrirtækinu Mono.
Um er að ræða nútímalegan borðbúnað í hæsta gæðaflokki
sem eigendur verslananna binda miklar vonir við. Þess má geta
að margir færustu arkitektar og málarar hanna smávöruna.
„Varan í verslununum er nútímaleg, stílhrein og vönduð,"
segir Skúli. „Við rekum eina af fáum verslunum á Islandi þar
sem við geturn skaffað allt frá hnífapörum og glösum upp í hús-
gögn í alla íbúðina auk skápa og ljósa. Frá því við tókum við Casa
höfum við fengið mörg skemmtileg verkefni, s.s. að innrétta
heilu íbúðimar með vörum frá okkur. Þetta á bæði við um íbúðir
íslendinga og útlendinga sem hafa keypt íbúðir hér á landiCSO
88
j