Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 94

Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 94
NOVEMBER ER TIMINN Hlutverk íbúðalánasjóðs er að stuðla að því með lánveit- ingum að landsmenn geti búið við öryggi í húsnæðis- málum,“ segir Hallur Magnússon, sviðsstjóri Þróunar- og almannatengslasviðs Ibúðalánasjóðs. Hann segir að hvað það varðar að bankamir séu að bjóða vexti á 4,2% um þessar mundir sé bein afleiðing þess að Ibúðalánasjóður breytti fyrirkomulagi og skipulagi skuldabréfa- útgáfu sinnar síðastliðið sumar. „Þessi skipulagsbreyting varð til þess að erlendir Ijárfestar hafa nú beint aðgengi að skuldabréfum íbúðalánasjóðs sem þeir höfðu ekki áður vegna ýmissa tæknilegra örðugleika. í kjölfar breytinganna lækkaði ávöxtunarkrafa á fjármögnunar- bréfum okkar verulega sem varð til þess að við gátum lækkað vexti úr 5,1% í núverandi 4,3%. Með þessu má segja að íbúða- lánasjóður hafi rofið ákveðið vaxtagólf i landinu sem varð til þess að færa langtímaraunvexti í landinu nær því sem gerist á erlendum flármálamarkaði. Markmið breytinganna var annars vegar að lækka vexti almennt og hins vegar að bjóða viðskipta- vinum sjóðsins íbúðalán á lægstu mögulegu vöxtum sem unnt er að fá með ijármögnun í íslenskum krónum. I eðlilegu umhverfi ættu vextir íbúðalána íbúðalánasjóðs að vera þeir lægstu sem bjóðast á fasteignamarkaði þar sem sjóðurinn er með bestu mögulegu vaxtakjör í íslenskum krónum á frjálsum fjármagnsmarkaði. Hins vegar eru bank- amir um þessar mundir að bjóða útlánsvexti á sértilboði sem er rétt undir vöxtum íbúðalánasjóðs. Þessu myndarlega fram- taki bankanna ber að fagna. Ibúðalánasjóður er með sama lánshæfismat og íslenska ríkið og talsvert betra en innlendir bankar. Það er ljóst að enginn íslenskur banki ætti að geta sótt Ijármagn í íslenskum krónum á sömu vöxtum. Það er því líka nokkuð ljóst að bankamir em annaðhvort að flármagna útlán sín með eigin fé eða erlendri lántöku. Vonandi geta bankamir áfram boðið slík sértilboð á lægri Hallur Magnússon seglr að Ibúðalánasjóður hafl algera sér- stöðu hvað varðar tímabundna greiðsluerfiðleika. vöxtum en sá sem er með besta lánshæfismatið og öflugustu skuldabréfaflokkana en á Jjármálamarkaði er slíkt almennt ekki unnt til lengri tíma.“ Hallur leggur áherslu á að allir séu jafnir gagnvart íbúða- lánasjóði, hvar sem þeir búa á landinu, og segir hann að Ibúðalánasjóður hafi algera sérstöðu hvað varðar tímabundna greiðsluerfiðleika. „Viðskiptavinir sjóðsins geta greitt upp, lengt eða stytt í lánunum sínum án uppgreiðslugjalds og þannig létt greiðslu- byrði eða hraðað eignamyndun. Slíkt er ekki unnt um þessar mundir í bankakerfinu. Þá hlaupum við ekki til og bjóðum upp hús þeirra sem em í vanskilum, heldur bjóðum við frystingu lána til allt að þriggja ára, skuldbreytingu van- skila í 15 ár, lán og lengingu láns í allt að 15 ár eftir að frystingu er lokið. Þá mun sjóðurinn væntanlega bjóða 90% lán frá áramótum.“S!] Allir jafnir gagnvart Ibúðalánasjóði ÍBÚÐALÁNAS JDÐUR: Hægt að frysta lán í þnjú ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.