Frjáls verslun - 01.09.2004, Síða 104
Hreyfi-hugleiðsla
er aðalrétturnn!
Bandarískar rannsóknir sýna að streita kostar fyrirtækin og atvinnulífið stórar
Qárhæðir því að streitan kemur jafnt niður á vinnunni sem einkalífi.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Við þurfum öll að vinna gegn streitunni og því betur sem
við gerum það þeim mun betur líður okkur. Þegar streitu-
stigið er lágt verða afköstin margföld, við erum meira
skapandi, fáum fleiri hugmyndir og við verðurn mun ánægðari
en þegar við erum stressuð. Rannsóknir 1 Bandaríkjunum hafa
leitt í ljós að stór hluti þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús fer
þangað vegna streituverkandi þátta. Þetta fólk hefur kannski
verið stressað og illa sofið þegar það fer í vinnuna og þess
vegna verður það frekar fyrir slysi á vinnustaðnum eins og í
verksmiðjum. Ef við erum stressuð í vinnunni þá veikjumst við
oftar og meira, fáum flensu
frekar en ella. Þegar heim
er komið tökum við oft út
pirring og streitu á heimilisfólkinu. Ef stressið er mikið kemur
það niður á svefni, ástarlífið fer veg allrar veraldar og okkur
líða illa. Smám saman kemur að því að við fáum sjúkdóma,
t.d. hjartasjúkdóma, bakveiki og marga aðra sjúkdóma," segir
Ægir Rafn Ingólfsson tannlæknir.
Takast á Við Streituna Ægir Rafn heldur námskeið í Kram-
húsinu sem leiðbeinir fólki að takast á við of mikla streitu og
gera það betur í stakk búið að þola hið dags daglega áreiti
sem getur valdið streitu. Um er að ræða námskeið sem Ægir
Rafn hefur sjálfur sett saman úr ýmsum áttum eftir að hafa
verið mjög stressaður. Hann hefur reynt ýmislegt á eigin
skinni. Byrjaði fyrst að stunda jóga 1991, fór síðan í eróbikk,
maraþon, spinning, hugleiðslu og ýmislegt annað frá 1995. A
námskeiðinu nú hefur Ægir Rafn tínt saman allt það sem
hefur gagnast honum sjálfum best. Þessar æfingar
koma úr eróbikk, NLP meðferðar- og sjálfs-
hjálparaðferðum, jóga, chi gong
Ægir Rafn Ingólfsson
tannlæknir hjálpar fólki að takast á við
streituna í daglegu lífi. Fullyrða má að streitan kosti
þjóðfélagið og fyrirtækin formúu samkvæmt bandarískum rannsóknum.
Mynd: Geir Ólafsson
104