Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 107
Iceland Express flýgur til Stansted eins og
Kell Ryan er nokkurs konar sendi-
Geoff Conlon, framkvæmdastjóri við-
herra Ryanairs en hann lét af störfum skiptaþróunar á Stansted. svo mörg önnur lágfargjaldaflugfélög.
þar eftir að hafa verið markaðsstjóri
félagsins í Evrópu.
setja til hliðar um 10-15% af veltunni í „stríðskistuna" sína, eins
og Kell Ryan kallar það, á hverju ári í 10-11 ár. „Mörg fyrirtæki
eiga ekki svona varasjóð að grípa til en við höfum sett peninga
til hliðar til að eiga á rigningardögum. Maður veit aldrei hvað
bíður manns handan við homið. Þetta þýðir líka að við eigum
varasjóð ef eldsneytisverð hækkar rnikið," segir hann en vara-
sjóður Ryanair nemur 1.000 milljörðum evra (1 billion).
Ryanair hefur 11 starfsstöðvar í Evrópu og telur markaður-
inn um 450 milljónir manna. Um 23 milljónir manna flugu með
félaginu á síðasta ári en sætanýting félagsins er 87 prósent.
Ryanair flýgur á 150 áfangastaði og er leggurinn í mesta lagi
um 2,5 klukkustunda flug. Félagið hefur höfuðstöðvar sínar á
Stansted sem er sá flugvöllur sem stækkar mest í Evrópu. Búist
er við að yfir 21 milljón farþega fari um flugvöliinn á þessu ári og
að yfir 25 milljónir manna fari um hann árlega innan skamms.
Heimurinn er að skreppa saman og fjarlægðimar styttast.
Fólk er farið að hugsa öðmvísi hvað ferðalög varðar. Menn
vilja gjaman geta hoppað upp í flugvél með sama hætti og
menn hoppa upp í lest. Stefnt er að því að tenging við Norður-
Ameríku, Indland og Asíu verði tekin upp á næstu ámm. SD
lceland Express
Iceland Express var stoíhað síðla árs 2002 og flutti það rúm-
lega 136 þúsund farþega árið 2003. Meðalsætanýting var
75 prósent. Félagið flaug einu sinni á dag til London og einu
sinni á dag til Kaupmannahafnar. Það sem af er 2004
hefur Iceland Express flutt 210 þúsund farþega og
er meðalsætanýtingin 74 prósent. Aætlað er að
farþegar félagsins verði 270 þúsund á þessu ári.
Ieeland Express var með eina þotu í notkun til 1.
apríl 2004 þegar önnur bættist við. Þá var farið að fljúga
tvisvar á dag til áfangastaða félagsins. Starfsmenn Iceland
Express em 75, eða um 3.600 farþegar á hvem starfs-
mann. Sambærileg tala hjá Ryanair er 10 þúsund
og tæplega eitt þúsund hjá Icelandair.SU