Frjáls verslun - 01.09.2004, Side 109
Kristján Már Hauksson, framkvæmdastjóri íslenskra fyrirtækja.
Galdurinn við markaðs-
setningu á Netinu
Með vaxandi notkun Intemetsins hefur mikilvægi
vefleitarvéla orðið æ ljósara og samkvæmt nýlegum
könnunum nota yfir 75% þeirra sem vafra um Netið
leitarvélar til að finna þá vöm og þjónustu sem þörf er á
hverju sinni. í dag þykir ekkert sjálfsagðara en að eiga
bankaviðskipti, telja fram til skatts, kaupa vömr, hlusta á
útvarpið og bóka flug eða gistingu á Netinu,“ segir Kristján
Már Hauksson, framkvæmdastjóri íslenskra fyrirtækja.
í upphafi skyldi endinn skoða „í langflestum tilfeiium
hefst vefvæðing á því að hannað er útlit, efni sett inn á síður
°g í framhaldinu er hafist handa við að markaðssetja vefinn.
Ut frá leitarvélunum er þetta ferli í langflestum tilfellum
rangt og leiðir til mistaka og kléns árangurs. Þó að vissulega
eigi ekki að hanna vefi einvörðungu með leitarvélar í huga
verður öll hönnun að taka mið af þeim frá upphafi. Þar sem
Ijóst er að stærstur hluti umferðar inn á nær alla vefi hefst á
leitarvélum er afar mikilvægt að horft sé til allra hönnunar-
þátta strax í upphafi og að ferlið sé í réttri röð.“
Vefkerfi er ekki sama og vefkerfi Oft kaupa fyrirtæki vefi
°g tengja við þá vefumsjónarkerfi (Content Management
System) af mismunandi toga. Kristján segir að gott vef-
umsjónarkerfi geti ráðið úrslitum um hvernig vefur spjarar
sig á leitarvélum. Fyrirtæki sem ætli að nýta Netið til fram-
rásar verði að vanda valið til að fjárfestingin skili sér. Það
er því afar mikilvægt að kaupendur vefumsjónarkerfa kynni
sér með hvaða hætti kerfin vinna með leitarvélum.
Markaðsetningin sjálf „Galdurinn á bak við góða stöðu
á leitarvélum Intemetsins er ekki sá að búa til vef og skrá
hann síðan í blindni inn á leitarvélar. Til að ná árangri er
mikilvægt að fyrirtæki hafi unnið góða gmnnvinnu og metið
hvaða leiðir eigi að fara til að ná árangri til markaðssetn-
ingar. Fyrirtæki eiga að leggja áherslu á að hafa markmið
sín á hreinu strax í upphafi. Við hönnun vefs er mikilvægt að
fagaðili í Netmarkaðssetningu komi að hönnun hans, veiti
ráð við val á vefumsjónarkerfi, skoði bakenda þess og þann
HTML-kóða sem kerfið eða forritari vefsins smíðar. Einnig
þarf að skoða og meta þær síður sem vefurinn byggir á.
Jafnframt er mikilvægt að kanna hvaða upplýsingar síðurnar
innihalda. Vondur HTML-kóði getur, þótt allt annað sé í
lagi, drepið góð markaðstækifæri strax í fæðingu." 30
109