Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 114

Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 114
Ingibjörg Gunnarsdóttir hjá Símanum FV-mynd: Geir Ólafsson Ingibjörg Gunnarsdóttir er textahöfundur í frístundum sínum. Eftir ísak Öm Sigurðsson Mitt hlutverk hjá Sím- anum er að sjá um að samhæfa allar birtingar, þær séu alls staðar réttar og í samráði við hvem markhóp fyrir sig og hvaða miðill sé valinn til birtingar á hveijumtíma," segirlngibjörg Gunnarsdóttir, markaðssér- fræðingur hjá Símanum. „Eg er hluti af markaðs- sviði hjá Símanum, sé þar um birtingar- og innri markaðs- mál. Innri markaðssetningin skiptist á milli markaðsmála og starfsmannasviðs. Starfs- menn em upplýstir um hvert fýrirtækið er að stefna og leitast er við að láta starfs- menn upplifa stolt gagnvart vinnunni og ef ofangreind atriði em í lagi em meiri líkur til þess að viðskiptavinurinn fá jákvæða upplifun af fýrir- tækinu og þeirri vöm eða þjónustu sem þar er í boði.“ I markaðsmálum hjá Sím- anum starfa nú tólf manns. Meðal verkefna sem nú liggja fýrir, er m.a. að meiri áhersla er lögð á innri markaðssetn- inguna í anda þeirrar mörk- unar sem við höfum unnið að, frá því í janúar síðastliðinn. Við viljum að framlína Sfm- ans sé vel undirbúin til að mæta þörfum markaðarins." Nú er um ár síðan Síminn flutti aðalstöðvar sínar af Austurvelli upp í Ármúlann. „Eg sakna eðlilega umhverfs- ins niðri í miðbæ en þessi nýja staðsetning hefur marga kosti. Hér er betra aðgengi, flestir starfsmenn á sama stað, styttra að fara á fundi og ýmsir aðrir kostir. Samskiptin eru auðveldari hér innanhúss. Hér er starfsemin í 5 húsum og stutt á milli þeirra allra.“ Ingibjörg Gunnarsdóttir er með diplomanám frá Gauta- borgarháskóla í starfsmanna- stjórnun sem hún tók að afloknu Verslunarskólanámi. „Frá Svíþjóð útskrifaðist ég árið 1984 og þegar ég kom heim vann ég iýrst við ráð- gjöf hjá Hönnun hf. sem var ráðningarfýrirtæki, þar til ég fór í bamseignarleyfi, en starfaði síðan í nokkur ár hjá Norðurljósum við aug- lýsinga- og markaðsmál. Frá Norðurljósum kom ég til Símans í byijun árs 2000. Til viðbótar prófinu frá Gauta- borgarháskóla hef ég „master practioner" í NLP, Neuro Iinguistic Programming, eða undirmeðvitundarfræði, ef svo má að orði komast. NLP er mjög vinsælt fag og umtalað í Bandaríkjunum og á vel- gengni að fagna m.a. innan stjómunar- og markaðsfræði, kennslu og í meðhöndlun þar sem fólk með einföldum æfingum getur fundið og virkjað ómeðvitaða hæfileika hjá sjálfii sér. Eg er á því að NLP komi mér stanslaust að notum í starfi mínu hjá Símanum og auðvitað í mínu daglega lífi. Meðfram starfi mínu hjá Símanum má geta þess að ég hef fengist töluvert við texta- gerð á sönglögum, samið til dæmis íjöldann allan af textum fyrir tónlistarmenn s.s. Siggu Beinteins, Bjama Ara, Eyjólf Kristjánsson og Grétar Orvarsson, eiginmann minn. Það var eiginlega bara fyrir rælni sem ég fór út í textagerð. Fyrir um fimm árum síðan spurði Grétar mig hvort ég gæti samið texta við lag sem hann var að vinna að. Mér fórst það ágætlega úr hendi og hef síðan samið ijölda texta, sjaldnast við minna en tíu lög á ári hverju." Ingibjörg og Grétar Örvarsson eiga saman sjö böm. Af þeim á Ingibjörg tvö, 22 og 18 ára. Þau hjónin byggðu sér sumarhús í Skorradal í sumar og eyða flestum sínum frístundum þar. „Vikan er eiginlega allt of stutt til að sinna öllum áhugamálum mínum, en það hjálpar mér mikið að mér hefur tekist ágætlega að skipuleggja tíma minn týrir áhugamál og vinnu." [0 114
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.