Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 9

Morgunn - 01.12.1979, Side 9
UM DAUÐANN 87 hratt. Það tekur ekki lengri tima en stundarfjórðung eða svo. Þegar hér er komið, segja textar læknavísindanna, er persónu- leiki sjúklingsins ekki lengur fyrir hendi. Hann hefur verið eyðilagður fyrir fullt og allt. Einstaklingurinn hættir að vera til. öldum saman hafa læknaskólar kennt læknum og hjúkr- unarkonum þessa óhugnanlegu og fagnaðarsnauðu kenningu. Og hvaða fólk er þetta? Það er fólkið sem ætlast er til að hjálpi okkur á banabeði — hjálpi okkur að sætta okkur við dauðann! Þess er tæplega að vænta að þeir sem þessu trúa telji þetta sérstaklega örvandi umtalsefni. En nú vaknar sú spurning: hefur þessi kenning verið svo vel staðfest að þar komist enginn efi að? Er þetta heilagur sann- leikur, sem við getum treyst hvemig sem á stendur? Eða varð- ar okkur kannski ekkert um þetta? Heimskunnur maður komst svo að orði um það: „Ekkert val í lífinu kemst undan áhrifum þess hverjum aug- um persónuleikinn lítur á örlög sin og dauða. Þegar allt kemur til alls er það skilningur okkar á dauðanum, sem ákveður svör- in við öllum þeim spurningum sem lífið leggur fyrir okkur. Af þessu leiðir nauðsym þess að búa sig undir hann“. Og hver sagði þetta? Það var Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Við brugðum þeirri spurningu upp áðan, hvort læknisfræðin væri að segja sannleikann þegar hún segir okkur að dauðinn sé endir allrar tilveru mannsins. Þótt undarlegt megi virðast eru það einmitt þeir sem eru að deyja, sem. mynda andmælin gegn þessari læknisfræðilegu kenningu. Hvers verðum við vör þegar við deyjum? Hvað sér hinn deyjandi við lokin? Er dauðinn í skilningi hins deyjandi hrein útþurrkun eða nýtt upphaf? Það skal fúslega viðurkennt, að flestir sjviklingar virðast líða inn í meðvitundarleysið án þess að verða varir við það. En svo eru bara aðrir sem eru bersýnilega með fullri vitund til loka og segjast „sjá“ inn í það sem fyrir handan er og geta skýrt frá þessari reynslu sinni áður en þeir gefa upp öndina.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.