Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 11

Morgunn - 01.12.1979, Side 11
UM DAUÐANN 89 til sams konar rannsókna í gjörólíku menningarþjóðfélagi, Ind- landi, og til samstarfs í þessum indversku rannsóknum fékk hann íslendinginn dr. Erlend Haraldsson í lið með sér. Þessi indverska rannsókn var gerð til þess að ganga úr skugga um það, hvort niðurstöðurnar af rannsókninni í Bandaríkjunum væru dæmigerðar fyrir bandarísku þjóðina. En niðurstöður indversku könnunarinnar reyndust þær sömu, þrátt fyrir gjör- ólíka menningu, trúarbrögð og lífsviðhorf þessara ólíku þjóða. Bók þeirra drs. Karlis Osis og drs. Erlends mun vera í þýðingu og verður það mikill óvinningur að fá hana á íslensku. Ein bók er þó þegar komin á íslensku um þetta fróðlega efni, en það er bók Raymonds A. Moody, jr., LlFIÐ EFTIR LÍFIÐ. Vakti hún gífurlega athygli þegar hún kom út í Bandaríkjun- um 1975. Þótt sannarlega sé margt merkilegt að finna i bók Moodys, þá verður bók þeirra doktoranna Osis og Erlends Á DAUÐA- STUND þó sennilega að teljast fyrsta vísindalega rannsóknin á þeim fyrirbærum sem svo margir hafa lýst á dauðastund sinni, en þeir áttu tal við yfir 1000 lækna og hjúkrunarkonur á Ind- landi, sem fró slíku höfðu að segja. Þessar rannsóknir hafa nú vakið svo mikla eftirtekt, að vísindin hafa orðið að búa til nýtt orð um þessi vísindalegu fræði, en það er orðið THANALOGY eða dauðafræði. Virtasti sérfræðingur og kunnasti á þessu sviði í Bandaríkjunum er dr. med. Elisabeth Kúbler-Ross í Flossmoor i Illinois. En hún skrifar formála að báðum þeim bókum, sem ég hér að framan hef nefnt um þessi fyrirbæri. Hún segir meðal annars í formála bókar Moodys, LlFIÐ EFTIR LÍFIÐ: „Ég tel að við séum komin að krossgötum í andlegum málum mannlegs lífs. Við verðum að taka i okkur kjark til þess að opna ýmsar lengi luktar leiðir og játast um leið undir þann sannleik, að vélræn, vísindaleg tækni okkar tíma er þess ekki umkomin að takast á við fjölmargar ráðgátur og fyrirbæri mannlegs lífs“. Sýnir við dánarbeð eru vitanlega ekki fremur en önnur sál- ræn fyrirbæri neitt nýnæmi. Þetta hefur hvort tveggja fylgt mannkyninu frá upphafi vega, enda er þeirra getið í ævisögum

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.