Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Blaðsíða 14

Morgunn - 01.12.1979, Blaðsíða 14
92 MORGUNN hafning, unaðslegar tilfinningar, ró og friður. Þá nefndi hann einnig dæmi þess að viðstaddur ættingi eða hjúkrunar- kona fyndi einnig til þessara unaðslegu tilfinninga ásamt hin- um deyjandi manni. Þetta voru rannsóknir sem þeir dr. Karlis Osis og dr. Er- lendur Haraldsson hafa nú tekið upp aftur á vísindalegan hátt og með sama árangri. Það hefur lengi verið skoðun mín, að dauðinn sé engan veg- inn endir allrar mannlegrar reynslu; að við lifum áfram að þessu lífi loknu. Ég er alveg sammála Dag Hammarskjöld um það, að það sé ákaflega mikilvægt hverjum manni að gera sér sem fyrst grein fyrir þessu, sökum þess, að þessum sannleik fylgir óhjákvæmilega skilningurinn á því, að reikningar okkar verði ekki að fullu gerðir upp í þessu lífi. Það er hverjum hugsandi manni alveg ljóst með því einu að líta í kringum sig, að niðurstaðan af þvi að trúa ekki á líf eftir dauðann hlýtur að leiða til þeirrar skoðunar, að réttlæti sé ekki til. Sú skoðun, að þetta líf sé öll tilvera mannsins, getur því leitt til eyðileggjandi hugsunarháttar. Ef maður telur sig staddan i frumskógi, þar sem ofbeldi, fals og fláræði eitt sé til nokkurs gagns og sá sterki eigi tvímælalaust að ráða, þá getur slíkt leitt til miskunnarlauss lífs, sem getur eyðilagt viðkomandi per- sónu. Þeir sem trúa á annað líf, eins og komið hefur fram í vísinda- legri könnun að meiri hluti fslendinga gerir, eða telja það beinlínis hafa verið sannað fyrir sér, sökum þess sem þeir hafa upplifað, hljóta því jafnframt að gera sér þess fulla grein, að hver er sinnar gæfu smiður. Að áminning Páls postula um að „eins og maðurinn sáir hljóti hann og að uppskera“, er lögmál sem enginn kemst undan. En okkur gengur stundum erfiðlega að átta okkur á því, hvort gæfan sé okkur hliðholl, sökum rangs mats á því í hverju gæfa liggur. Hverja trú sem menn þykjast játa opinberlega, þá er það sannreynd, að á Vesturlöndum og víðast annars staðar eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.