Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 26

Morgunn - 01.12.1979, Page 26
104 MORGUNN sem viðstaddir höfðu verið, Moody frásagnir af þessum lýsingum. Og hver var svo niðurstaðan af þessum rannsóknum? öllu þessu fólki, sem var úr ýmsum stéttum og stöðum i þjóðfélaginu og á ýmsum mismunandi aldri, bar saman í frá- sögnum sinum í veigamiklum atriðum. Það yfirgaf líkamann í sínum andlega líkama, algjörlega laust við allar þjáningar og jarðneski líkaminn skipti það ekki lengur neinu máli. Það fann til unaðslegrar frelsistilfinningar og sælukenndar, og gat horft á læknana og hjúkrunarliðið kringum hinn „dauða“ líkama, sem var því nú ekki meira virði en gamall útslitinn frakki. Það kærði sig ekki um að hverfa aftur í þennan fyrri líkama sinn. Það varð vart einhverrar ljósveru, er fyllti það gleðitilfinningu, friði og rósemd. Það hitti látna ástvini og ættingja en varð að lokum gegn vilja sínum að hverfa aftur i hinn þjáða jarðneska líkama sinn af því að timi þessa fólks til umskiptanna var af einhverjum ástæðum ekki kominn. Það varð öllu þessu fólki sameiginlegt, að það óttast aldrei dauðann framar og mun beinlinis fagna honum þegar kallið kemur. Það hefur fengið algjörlega ný viðhorf til lífsins. Vitanlega ber þessum frásögnum öllum saman við fjölda annarra frásagna, sem komið hafa fram gegnum miðla, í ósjálfráðri skrift og með öðrum sálrænum hætti um ])að sem gerist fyrst eftir dauðann. En eins og allir vita hafa slíkar frá- sagnir ekki verið teknar sérstaklega hátíðlega hingað til af vísindamönnum með efnishyggjusjónarmið. I fyrra kom svo út í Bandarikjunum hók þeirra doktoranna Karlis Osis og Erlends Haraldssonar AT THE HOUR OF DEATH eða Á DAUÐASTUND. Viðtal við íslenskt blað um þessar rannsóknir hefst á þessum orðum drs. Erlends: „Ég ætla engan veginn að halda því fram, að við höfum sannað framhaldslíf, en að okkar mati henda niðurstöður þess- ara umfangsmiklu rannsókna langtum fremur til framhalds- lífs en hins. Með öðrum hætti sýnist okkur erfitt að útskýra meiri hluta sýna á dánarbeði". En hinn frægi samstarfsmaður Erlends, dr. Karlis Osis, er

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.