Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 27

Morgunn - 01.12.1979, Page 27
UM DAUÐANN 105 enn ómyrkari í máli. 1 blaðaviðtali við enskt blað í júlímánuði s.l. ár kemst hann svo að orði: „Við vitum að líf er eftir dauðann, því við söfnum stöðugt og daglega gögnum til þess að sanna það vísindalega“. Þetta sama enska blað hafði samtímis viðtal við dr. med. Elisabeth Kúbler-Ross, enda er hún nú álitin fremst sérfræð- inga um dauðann og það að deyja, sökum þrotlausra rannsókna sinna í þessum efnum. Ilún hefur persónulega séð yfir þúsund manns deyja. Elisabeth Kúbler-Ross sagði við sama blað og átti viðtalið við Karlis Osis þetta: „Áður en þetta fólk deyr hefur það skilið eftir óhrekjandi vitnisburð um það, að annað lif er að þessu loknu“. Niðurstöður jieirra doktoranna Osis og Kúbler-Ross hafa verið rannsakaðar og staðfestar af öðrum kunnum vísinda- mönnum. Meðal þeirra má nefna dr. Daniel Freedman, yfir- mann geðsjúkradeildar Chicagoháskóla, Robert Gibson, forseta Sambands ameriskra geðlækna, og dr. Charles Garfield úr læknadeild Kaliforníuháskóla. Dr. Kúbler-Ross fæst nú, ásamt öðrum kunnum vísindamönn- um, eingöngu við það að sanna á visindalegan hátt að líf sé eftir dauðann. Hún hefur þegar lýst því yfir, að sönnunar- gögnin hlaðist upp með ótrúlegum hraða. Hér á eftir fara nokkrar sannreyndir sem ])egar hafa hlotið staðfestingu vís- indamannanna: 1) 1 hverju tilfellinu á fætur öðru hefur deyjandi fólk skýrt frá því að fram hafi komið látnir ættingjar og vinir til þess að hjálpa því yfir í andlega lifið. 2) Fólk, sem lýst hefur verið læknisfræðilega látið en liefur verið endurlífgað, hefur sagt frá ótrúlega svipaðri reynslu meðan það var „dáið“. 3) Vísindamenn hafa skýrt frá því i rituðu máli, að andar hafi talað við lifandi fólk. 4) Þetta fólk virðist fljóta út úr likömum sinum. 5) Það finnur til djúprar friðarkenndar, hamingju og feg- urðar. Enginn óskaði þess að koma til baka.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.