Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 28

Morgunn - 01.12.1979, Page 28
106 MORGUNN Dr. Kiibler-Ross bætir við: „Aðalreglan virðist vera að sú látin persóna sem viðkomandi elskar mest bíði eftir honum til þess að hjálpa honum, og maðurinn sé aldrei einn þegar hann deyr. tlr þvi ég er hér að herma orð Elisabethar Kúbler-Ross sérstaklega, ætla ég að endursegja hér frásögn hennar af tólf ára gamalli stúlku. Stúlkan sagði föður sínum svo frá: „Það var einhver sem tók á móti mér og sagðist vera látinn bróðir minn og það fylgdi honum ólýsanleg ástúðartilfinning. Ég vildi ekki fara aftur. Þetta var yndislegt. En það versta við þetta allt saman er, að ég á engan dáinn bróður, er það?“ Þegar foreldrar stúlkunnar heyrðu hana segja þetta, brotn- uðu hjónin saman og grétu. Síðan viðurkenndu þau að hún ætti í rauninni látinn bróður, sem þau hefðu aldrei sagt henni frá. Það eru einmitt þessi dæmi, þegar viðkomandi lýsir fólki sem hann á alls ekki von á að hitta meðal látinna, sem sanna okkur að hér þýðir ekki að bera neinum ofsjónum við sem skýringum. Vil ég hér til viðbótar minna á dæmi úr fyrra erindi um konuna sem í dauðanum sá systur sína taka á móti sér, en vissi ekki betur en hún væri ennþá lifandi. En sökum hinna miklu veikinda hafði því verið haldið leyndu fyrir henni. Ég ætla nú að rifja hér upp eitt afar athyglisvert dæmi úr bók Raymonds A. Moody, LfFIÐ EFTIR LÍFIÐ, í þýðingu Ólafs H. Einarssonar. Ung stúlka segir frá: „Þegar ljósið birtist mér var það fyrsta, sem ljósveran sagði mér, þetta: „Hvað getur þú sýnt mér sem þú hefur afrekað á æviskeiði þínu?“ Það var að minnsta kosti eitthvað ekki-fjarri þessum orðum. Um leið hófst sýning þessara upprifjunar- mynda. Þá varð mér hugsað: „Jæja, hvað er nú á seyði?“ Enda var í þeirri andránni brugðið upp myndum úr fyrstu bernsku minni. Síðan var því líkast sem það héldi áfram allt frá þessum fyrstu árum til allra síðustu daga minna. Þetta var mjög athyglisvert allt frá upphafi. Það hófst með myndum af mér þar sem ég var lítil stúlka og lék mér við lækinn, sem rann um landareignina — og þar rak hver mvnd-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.