Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 29

Morgunn - 01.12.1979, Page 29
UM DAUÐANN 107 in aðra frá þeim tímum, myndir af ýmsum atriðum sem báru fyrir mig og systur mínar af einu og öðru sem ég átti í við ná- grannana og af stöðum sem ég hafði dvalið á. Svo var ég i barnagæsludeild og þá rifjaðist upp fyrir mér minningin um það, þegar eina leikfangið, sem mér þótti vænt um, brotnaði og ég grét langa lengi. Þetta var sár upprifjun. Myndirnar röktu æviskeið mitt áfram, rifjuðu upp fyrir mér þegar ég var skátastúlka og var með í útilegum og einnig drógu þær fram ýmsar minningar frá skólaárunum. Þegar ég var i sjöunda og áttunda bekk, þótti mér mikill heiðursauki að því að hljóta verðlaun fyrir góða ástundun, og þarna minntist ég þess þegar ég hlaut þau. Þannig héldu minningamyndirnar áfram og upp eftir skólaárum mínum allt til fyrstu áranna í háskólanum, þar sem ég nú var. Þessar ævimyndir komu í réttri timaröð og þær voru í þrí- vídd, svo manni fannst sem maður gæti gengið inn í þær og orðið hluti af þeim, og þær voru í eðlilegum litum. Til dæmis gat ég fylgst nákvæmlega með öllum hreyfingum mínum þeg- ar mér varð á að brjóta uppáhaldsleikfangið mitt og þar var hárrétt á öllu haldið, enda er mér þetta atvik mjög minnisstætt enn í dag. Þó var nú ekki eins og ég sæi þetta frá minu eigin sjónarhorni, heldur því líkast sem þessi litla stúlka væri önnur stúlka, sem ég sæi á kvikmynd innan um önnur börn á leik- velli. En allt í einu var þetta ég, enda sá ég sjálfa mig gera ýmsa þá hluti sem mér eru vel minnisstæðir. I rauninni sá ég ekki ljósið meðan ég fylgdist með þessari æviupprifjun, enda virtist veran hverfa jafnskjótt og hún hafði lagt spurninguna fyrir mig, og þó þóttist ég finna fyrir nær- veru hennar áfram, enda var sem hún leiddi mig gegnum endurminningarnar, og svo gerði hún athugasemdir við þær endrum og eins. Mér fannst þó ekki sem ljósveran þyrfti að horfa á myndirnar til þess að sjá hvað ég aðhafðist — það vissi hún fyrir — en hún valdi úr nokkrar minningamyndir og eins og skerpti þær fyrir sjónum mínum, svo enginn vafi gæti leikið á því að ég myndi eftir þeim. Meðan á þessu stóð vakti ljósveran stöðugt athygli á gildi

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.