Morgunn - 01.12.1979, Page 38
116
MORGUNN
bandið. Eftir hádegi hélt frk. Carmen Rogers kennslustund,
fyrri hluta, um ábyrgð miðilsins. Eftir kvöldverð fór fram
guðsþjónusta í kapellunni sem kölluð er „Sanctuary“, sem
spíritistapresturinn Robin Stevens stjómaði, en hann er
þekktur miðill. Hélt hann siðan skyggnilýsingafund með
góðum árangri.
Fyrir hádegi hins 3. dags hélt frk. Carmen Rogers seinni
kennslustund um sama efni og áður er greint. Eftir hádegi
hélt hinn þekkti miðill frú Hilda Martin erindi um miðils-
starfsemi almennt.
Eftir kvöldverð var tíminn helgaður Islandi. Flutti forseti
Sálarrannsóknafélags Islands, Ævar R. Kvaran erindi, sem
hann nefndi á islensku, þýtt: Er Island sálrœnt land? Fjallaði
hann um landnám Islands, um spurninguna um karma þjóð-
arinnar, um frjálslyndi Islendinga, hvað varðar skilning
á sálarrannsóknum, um skilning lækna á andlegum lækning-
um hér á landi, um niðurstöður rannsókna drs. Erlends Har-
aldssonar á sálrænni reynslu almennings á Islandi Og um
fyrirlestra í útvarpi um andleg mál.
Það vakti athygli mína, er ég sat undir þessum fyrirlestri
Ævars, hve vel hann hafði vandað sig við samansetningu
efnis þess, sem hann flutti þarna. Og svo var það hin lýta-
lausa framsögn, sem skilaði öllu efninu eins og til var ætl-
ast, en síðast en ekki síst hið sérstæða og fagra tungutak
flytjandans á engilsaxnesku, þannig að allan tímann, sem
mót þetta fór fram heyrði ég ekki neinn annan flytjanda
erinda mæla á jafnfagurri ensku.
Og Ævar uppskar eins og hann hafði sáð. Að erindi hans
loknu fór upp undir jafnlangur tími í að svara fyrirspurn-
um áheyrenda, en þær voru ótalmargar.
Það var hreint athyglisvert, hve erindið vakti margar
spurningar áheyrenda. Það var eins og það eggjaði fáfróða
áheyrendur um Island til að fá að vita meira um þetta land,
sem þeir höfðu heyrt um oftar en einu sinni að gæfi frá sér
sálræn áhrif. Hvemig svo sem hver vill skilja það. I þó