Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 39

Morgunn - 01.12.1979, Page 39
ÍSLENDINGAR Á AI.ÞJOÐAFUNDI 117 nokkra daga á eftir erindisflutning þennan komu ýmsir til þess, er þetta ritar, til að ræða um það, sem Ævar hafði fjall- að um, enda var mikið um það talað. Fjórða daginn var farið í skemmtiferð til borgarinnar Col- chester sem tók um það bil klukkutima að aka til. Var þar heimsótt spíritistakirkja, sem frú Hilda Martin, sú sem áð- ur var getið, veitti forstöðu. Hélt frúin skyggnilýsingafund, sem var liinn áhugaverðasti í hvívetna. Colchester er þekkt fyrir hinar mörgu fornminjar frá tímum Rómverja á Eng- landi og skoðaði hópurinn hið mjög svo athyglisverða fom- minjasafn, sem vart á sinn líka þar i landi. Eftir kvöldverð settist hópurinn á rökstóla um efni sem kalla mætti heila- geymslan, þar sem settar voru fram skoðanir á hvað eina en síðan spurt og svarað. Fimmti dagurinn hófst með mjög fróðlegu erindi spekings- ins Eric "Wunderli, sem hann kallaði „Life inside Life“, sem þýða mætti „Innviðir lífsins“. Fyrir hádegi sama dag hélt Charles Bullen erindi um „Huga og ímyndanir“ þar sem áheyrendur vom gerðir að þátttakendum í skemmtilegum tilraunum einfaldra stað- reynda, sem fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir hvers- dagslega. Eftir liádegisverð hélt Charles Bullen erindi um efni, sem hann kallaði: „Geislun og orkusviðsblik mannsins“. Eftir kvöldverð hélt Bryan Fearon erindi um sálarrannsóknir. Morgun hins sjötta dags hófst með starfi i hópnum. Reyndi hver hópur að komast að sameiginlegri niðurstöðu um sama efnið en það var endurholdgun. Síðan komu allir hóparnir saman, en leiðtogar hópanna gerðu grein fyrir með smá- tölu, hverjar niðurstöður komu i'it tir hópsamræðunum. Á eftir hélt frk. Margaret Wilson erindi um huglækningar. Eftir hádegisverð þreyttu þátttakendur listir sinar á sviði hug- lægra sviðsiðkanna sinna. Kvöld þessa dags var sérstaklega áhugavert en þá kom á fund líkamsmiðillinn frú Queenie Nixon, sem fræg er orð-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.