Morgunn - 01.12.1979, Page 45
ÍSLENDESTGAR Á ALRjÓÐAFUNDI
123
an við frú Eileen Roberts. En þarna kom einmitt fram árang-
urinn af því, sem frú Roberts hafði verið að kenna þessa þrjá
daga.
Eftir hádegi fór fram fundur um framtíðarstarfsemi Al-
þjóðlega Spíritistasambandsins, sem hélt þetta ráðstefnumót.
Um kvöldið fór fram kveðjuhóf og var þar ýmislegt til
skemmtunar.
Islendingur einn, lagði sitt af mörkum, en það var Ævar
R. Kvaran. Hann kom fram á sviðið og flutti þátt úr Islend-
ingasögunum á ensku, þ. er Gunnlaugs sögu Ormstungu, um
drauminn fræga um Helgu hina fögru og viðureign þeirra
Gunnlaugs og Hrafns.
Jafnframt flutti Ævar hressilega og blaðlaust kafla úr
HAMLET — en á eftir dró hann skemmtilega og athyglis-
verða ályktun af efni því, sem hann hafði flutt.
Fannst áheyrendum, sem þeir þarna kynntust ennþá einni
hlið í viðbót á Ævari R. Kvaran.
Þar með lauk mjög ánægjulegri dvöl í Stansted Hall og
höfðu margir við orð að láta sig ekki vanta á næstu ráð-
stefnu The Inernational Spiritualist Federation, sem þá var
ekki ákveðið, hvar eða hvenær verður haldin.