Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 46

Morgunn - 01.12.1979, Side 46
ÆVAR R. KVARAN: SKÝRSLA FORSETA SÁLARRANNSÓKNAFÉLAGS ÍSLANDS á áðalfundi félagsins þ. 23. apríl 1979. Síðastliðið ár var merkisár í sögu félagsins, því þá voru sextíu ár liðin frá stofnun þess, 1918. Minntist ég sem ritstjóri MORGUNS þessara tímamóta í tímaritinu og sé ekki ástæðu til þess að endurtaka það hér. 1 tilefni afmælisins, sem var 19. desember 1978, ákvað stjórn félagsins að gefa út afmælisrit og var mér sem forseta félagsins falið að annast það að öllu leyti. Ég lagði til að þetta afmælisrit væri notað meðal annars til þess að minnast nokkurra látinna félaga, sem á sínum tima höfðu mikil áhrif á íslendinga í ræðu og riti með ummælum sínum og fræðslu um mikilvægi kenninga spiritismans. Lagði ég til að bók þessi bæri nafnið LÁTNIR LIFA. Efni hennar er fyrst og fremst úrvalsritgerðir eftir sjö menn, sem allir urðu þjóðkunnir fyrir ritsmiðar um þetta efni og margt fleira. Fyrst og fremst valdi ég í bókina ritsmíðar eftir aðalfrumherjana, sem stofnuðu Sálarrannsóknafélagið, þá Einar H. Kvaran, skáld, og séra Harald Níelsson, guðfræðiprófessor. Rit annarra látinna félagsmanna, sem ég valdi i bókina, voru eftir skáldið og rithöfundinn Guðmund Friðjónsson, ljóðskáldið Jakob Jóh. Smára, Jónas Þorbergsson, rithöfund og fyrrverandi útvarps- stjóra, séra Kristin Daníelsson og séra Svein Víking. Þetta voru allt löngu þjóðkunnir og virtir menn. 1 tilefni þessa sextíu ára afmælis skrifaði ég útvarpsleikrit, sem flutt var í Ríkisútvarpinu þann 19. janúar á siðastliðnu ári. Leikrit þetta er að því leyti sérstætt í islenskum bókmennt-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.