Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 50

Morgunn - 01.12.1979, Page 50
128 MORGUNN á sjúkrahús, og ekki var mér vel við það í öllum önnunum. En ég naut þess að hafa frábærlega duglega meðstjórnendur sem björguðu öllum málum meðan ég var veikur og kröfðust þess að ég færi gætilegar. Ég færi öllum þessum vinum minum og samstarfsmönnum hlýjustu þakkir mínar við þetta tækifæri. Þann 18. desember var félagsfundur að Hallveigarstöðum. Þar flutti Helgi P. Briem fyrrverandi sendiherra erindi sem hann nefndi Fataskipti sálarinnar. Helgi hefur sem sendiherra þjóðar sinnar dvalið langdvölum erlendis og jafnan verið spiritisti, og hafði hann frá mörgu mjög fróðlegu að segja um þessi efni. Enginn félagsfundur var í janúar á þessu ári, en 19. febrúar og 19. mars voru félagsfundir og flutti forseti félagsins erindi á þeim báðum. Fyrra erindið nefndi hann: Höfum viS lifáö áSur? og hið síðara: HvaS gerist á dauSastundinni? Ég tel rétt að geta þess hér að á síðastliðnu ári, áður en Eileen Roberts kom til okkar, var Maris Haraldssyni falið að rannsaka sálræna hæfileika viss fólks, sem taldi sig hafa eitt- hvað til brunns að bera á því sviði. Fékk Maris aðgang að herbergi því i Garðastræti, sem félagið hafði leyft Hafsteini miðli notkun af. Árangur af þessum rannsóknum virtist í heild ekki nógu jákvæður samkvæmt mati Marisar. Það er ekki óeðlilegt, því Maris gerir miklar kröfur, því hann var um aldarfjórðungsskeið vinur og samstarfsmaður (oft sitjari) hjá Hafsteini. Maris er skyggn maður og að því leyti vel fallinn til slíkra athugana. Hann lýsti fyrir okkur i Morgni sýnum þeim er hann sá í minningarþjónustu þeirri, sem við gengumst fyrir vegna fráfalls Hafsteins, en sú þjónusta hefur síðan verið ógleymanleg þeim sem voru staddir í Háteigskirkju það kvöld. Gerðar höfðu verið ráðstafanir til þess að taka ræður og tónlist þessarar minningarþjónustu og hljóðrita, en allar tilraunir til þess mistókust með svo dularfullum hætti, að við urðum að lokum að fallast ó að til þess væri ekki ætlast. Ég vil þakka Maris fyrir tilraunir hans fyrir félagið, þótt þær hafi ekki borið árangur. Við sýndum þó með þessu við- leitni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.