Morgunn - 01.12.1979, Side 68
146
MORGUNN
hefur verið fram í áratugi í þessu tímariti hljóti að hafa við
rök að styðjast. Undanfarin tvö ár hefur fólk í vaxandi mæli
óskað að gerast félagar í S.R.F.l. og þá ekki síst ungt fólk. En
undanfarið hefur það blátt áfram streymt í félagið. Það
sama mun verða hjá Sálarrannsóknafélagi Keflavikur, sem
starfar nú af krafti undir ötulli stjórn. En Queenie Nixon
mun skipta þeim hálfa mánuði sem hún dvelst hér á landi
að þessu sinni milli þessara tveggja félaga.
Eins og sjá má af blaðagreininni sem birt er hér í þessu
hefti Morguns, hefur heimsókn Queenie Nixon haft heilla-
drjúg áhrif á margar manneskjur. Ég færi henni því þakkir
fyrir komuna fyrir hönd okkar allra sem unnum þeim mál-
stað, sem þetta tímarit berst fyrir. Okkur er alveg ljóst að
mjög væri æskilegt að hún gæti heimsótt félög út um land,
en af þvi getur ekki orðið að þessu sinni, sökum þess, hve
naumur sá tími var, sem okkur var skammtaður. En ég mun
reyna síðar að komast að samkomulagi við hana um að koma
aftur til landsins og geta þá veitt okkur lengri tíma, svo
hún gæti sýnt frábæra sálræna hæfileika fleirum en okkur
sem þegar höfum notið þess.
Fædd inní
spíritismann
Það má segja, að Queenie Nixon sé fædd
inni spíritismann. Faðir hennar dó áður en
hún fæddist og þess vegna ólst hún upp hjá
tveim frænkum sínum. En svo vildi til, að þær voru báðar
miðlar, enda bjuggu þær hvor í sínum landshluta. Queenie
kynntist því þessum sálrænu hæfileikum frá upphafi og ólst
upp við þá. Hún reyndist því sérstaklega vel undir það búin
að gera þetta að aðalstarfi lífs síns. En varla hefði þó svo
farið, ef hún hefði ekki sjálf haft meðfædda sálræna hæfi-
leika, sem hún varð vör við þegar í æsku. En hún hóf störf
opinberlega sem miðill, þegar hún var nítján ára. Hún hef-
ur bent á, að vitanlega þurfi maður ekki að vera spíritisti
til þess að vera skyggn. Þannig geta rónar, útigangsmenn og
jafnvel morðingjar verið skyggnir. Þetta er hæfileiki sem hjá