Morgunn - 01.12.1979, Page 78
156
MORGTJNN
Magnús Sveinsson frá HvítsstöSum:
ICONAN VIÐ FOSSINN.
Æviþœttir Jóns Daníelssonar skipstjóra og sam-
band hans við huldukonuna, er fylgt hefur honum
í lífi og starfi.
Útg. Bókaútgáfan Þjóðsaga 1978.
Eins og bækur þær sem Þjóðsaga gefur út er þetta falleg
bók, þótt hún sé ekki fyrirferðarmikil. Hvers konar bækur
um endurminningar merkra manna koma út á ári hverju og
virðast. eiga miklum vinsældum að fagna, þótt allmisjafn-
lega sé á penna haldið. Þetta er eitt af einkennum litils þjóð-
félags þar sem næstum allir þekkja alla að einhverju marki
og grundvöllur fyrir persónulega forvitni að sama skapi
sterkur. Það er yfirleitt ekki annað en gott eitt um þessa
þróun að segja að því leyti að með þessum hætti bjargast
ýmislegt sem athyglisvert er og á það skilið að geymast.
Hins vegar getur mikil eftirspum þessarar tegundar frá-
sagna einnig leitt til þess að sögumenn taka að freistast til
að beita ýkjum i stórum stíl og temja sér svokallaða „ber-
sögli“ í svo ríkum mæli, að það getur sært vandamenn þeirra
sem sagt er frá í slíkum frásögnum. Til eru útgefendur sem
með auglýsingum sínum hvetja höfunda til slikra vinnu-
bragða, en greindir lesendur sjá venjulega í gegnum slík
gróðabrögð, svo slíkt verður að lokum höfundum til skammar,
þegar til lengdar lætur. Slíkt er til lítils sóma fyrir þá sem
að því standa.
Konan viS fossinn er ekki þess háttar bók. Jón Daníels-
son skipstjóri er ekki maður stórra orða um sjálfan sig eða
aðra. öll frásögn hans einkennist af hlédrægni og látleysi
sem gerir hana miklu trúverðugri og eðlilegri fyrir bragðið.
Það sem hann segir frá og telur sjálfsagt að gera án ha-
stemmdra orða lýsir manninum best. Þetta er góður og göf-