Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 80

Morgunn - 01.12.1979, Page 80
158 MORGUNN sem er sérstætt við bernskuskyggni Jóns er það, að þessi kona fylgir honum síðan alla ævi og bjargar hvað eftir annað lífi hans og annarra skipverja. Er þetta svo bersýnilegt, að Jón fær á sig sérstakt orð sem skipstjórnarmaður og treysta sjó- menn honum betur en nokkrum öðrum, þegar háska ber að höndum. Þegar hann var í hafvillum og stórsjó brá Hugrún iðulega upp einhvers konar stjörnu honum til leiðbeiningar í hverja átt sigla skyldi og leiddi þannig skip hans i höfn, þegar aðrir fórust. Hún virðist alls staðar nálæg, þegar að á hjátar í lífi þessa góða manns. Hún verður verndarvœttur hans. Og ekki einungis til sjós, heldur ekki síður á landi. Til dæmis segir hún honum hvort hann skuli leggja út í tvi- sýna veðráttu til þess að sækja lækni handa sjúklingi og allar verða ábendingar hennar og leiðbeiningar lil blessunar. I3ar eð ég er þeirrar skoðunar, að orð Páls postula um að hver maður uppskeri í samræmi við það hverju hann hefur sáð, sé lögmál, þá leiðir einnig af því, að það er trú mín, að það fólk sem er svo lánsamt að eignast slíkar vemdarvættir eins og Jón Daníelsson hafi til þess unnið, annað hvort í þessu lífi eða fyrri lífum. Hvað snertir Jón sjálfan þá leynir sér ekki af þessum frásögnum, að hér er á ferð maður, sem er í senn hug- rakkur og góður. Hann er alltaf reiðubúinn að rétta öðr- um hjálparhönd og hikar ekki við að hætta til þess lífi sínu sé ekki annars kostur. Þetta er því góð bók og mað- urinn sem hún segir frá að mörgu leyti til fyrirmyndar. Auk þess sem hún sýnir okkur á skemmtilegan hátt hve skammt hefur oft verið milli bóndans og sjómannsins. Öblíð veðrátta hér langt norður í höfum gerði það að verkum, að bændur urðu einnig að gripa til áranna til þess að halda lífi í fjöl- skyldu sinni. I3annig urðu þeir undirstaða í þeim tveim at- vinnugreinum þjóðarinnar, sem hafa gert okkur fært að lifa því menningarlífi sem við lifum í dag. Vel sé þessum vösku mönnum. Magnús Sveinsson frá Hvitsstöðum hefur leyst hlutverk sem skrifari þessarar bókar með ágætum. Hann lætur Jón

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.