Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 76

Morgunn - 01.06.1989, Page 76
MORGUNN HITT OG ANNAÐ hafði reynt borðtilraunir og skrift með ungu stúlkunni, sem var á heimili okkar, kom þessi hvítklædda stúlka frá draum- unum þar fram. Það virtist þá koma þar fram, að hún ætti bjög bágt en hefði ekki áttað sig á því, fyrr en hún hafði kynnst mér í draumunum, og svo dregist þarna til okkar. Við reyndum að gera eins mikið fyrir hana og í okkar valdi stóð, og hún virtist átta sig smám saman, eftir því sem hún kom oftar til okkar. Að síðustu þakkaði hún okkur fyrir sig og hvarf alveg frá okkur. Síðan hef ég ekki orðið hennar vör, fyrr en nú nýlega, er ég fór að rifja þessar sögur upp fyrir forseta okkar, hr. Kvaran. Það var um kvöld í hálfrökkri, að ég sat þar heima og sagði þessar sögur. Ég hafði byrjað að segja frá þessum atburði. En allt í einu fann ég, að allt ruglaðist fyrir mér; ég mundi ekki nokkurn hlut af sögunni, og mér fannst ég jafnframt finna stúlkuna standá hjá mér. Á þessu stóð nokkrar mínút- ur. Ég beitti öllum vilja mínum til að safna mér saman aftur og það tókst. Svo var það í gærmorgun, — ég var byrjuð að skrifa um þetta og ætlaði að segja, hvar þetta hefði gerst. Mér fannst það ekkert gera til, því að nú er enginn á lífi, sem það hefði getað sært. f»á sá ég stúlkuna í albjörtu standa hjá mér við skrifborðið — og ég fann, að hún var að biðja mig að nefna ekki nöfn. Ég skildi hana að minnsta kosti svo. Þetta er því ástæðan fyrir því, að ég hef ekki viljað segja sögu þessa öðruvísi en svona. Ég hef nú lokið því, sem ég ætlaði að segja í kvöld, og bið ykkur að virða á hægra veg. Morgunn 1920, 2. og 3. hefti. 74

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.