Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Page 10

Morgunn - 01.06.1990, Page 10
Undarleg atburðarás MORGUNN Stefán og Erlingur, fóru síðan að nota þessa jurt við krabba- meinslækningar og náðu stundum undraverðum árangri." Lengra náði viðtalið í Lesbók Morgunblaðsins ekki. „Eg fór nú að kynna mér hvort Stefán væri enn á lífi", heldur Anton nú áfram „og komst að því að hann var látinn fyrir nokkru og einnig Erlingur bróðir hans. Eftir ýmsum krókaleiðum, þar sem mér fannst stundum eins og ég væri leiddur af einhverjum ósýnilegum hjálpanda, komst ég að því að Asta, dóttir Erlings, var á lífi og hélt áfram starfi föður síns. Eg setti mig í samþand við hana og hún kannaðist við jurtina sem Stefán nefndi í viðtalinu. Hún bjó til fyrir mig seyði af henni og nokkrum fleiri jurtum, sem hún notar með, og nú er vinur minn farinn að drekka þetta seyði og virðist vera heldur að hressast. En samt. - Einhvern veginn fannst mér að þetta væri ekki alveg nægilegt. Sú hugsun sækir á mig að örlítið meira þurfi til að lækna vin minn. - Og ég veit, innst inni, að lausnin er við bæjardyrnar og kannski erum við núna rétt í þessu að höndla hana. í gærmorgun, þegar ég var að fara út í bílinn í vinnuna, talaði til mín rödd sem sagði: „Nú færðu svarið í dag" og þegar þú komst inn í búðina, eins og þú manst í gær, þá kom þessi sama rödd aftur og sagði: „Þennan mann átt þú að tala við." Þess vegna spurði ég þig þessarar undarlegu spurningar og e.t.v. hef ég fengið svarið sem ég hef svo lengi verið að vonast eftir." Tekið skal fram að við Anton höfðum aldrei áður sést og vissum hvorugur um nafn hins eða nein önnur deili. Eg skrifaði til Bandaríkjanna og fékk sendan í pósti mán- aðarskammt af jurtablöndu Jason Winters. Vinur Antons notaði hana, ásamt jurtaseyði Ástu Erlingsdóttur. Hann fór að hressast og gat farið að vinna skömmu síðar. Eg gerði svo ítrekaðar tilraunir til að panta meira en fékk ekkert svar. Þannig gekk í meira en heilt ár, en þá fékk ég loks bréf frá fyrirtæki í Kaliforníu, sem sagðist framleiða jurtateið með leyfi Jason Winters. Jason hafði verið kærður fyrir skottulækningar og óleyfilega framleiðslu á jurtatei sínu og framleiðslan hafði því lagst niður um tíma. Reglur voru rýmri í Kaliforníu og því mátti framleiða það þar en ekki á austurströnd Bandaríkjanna. 8

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.