Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Side 27

Morgunn - 01.06.1990, Side 27
Kristín Jónsdóttir LITIÐ BLOM Við göngum saman á vit öræfanna, framundan erjökullinn skínandi í sól. Við ísröndina vex lítið blóm, örsmá glitrandi stjarna íauðninni. Þú sérð ekki litla blómið, þú stígur ofan á það, þú veist ekki, að það er blóm trúarinnar í brjósti mínu. Þú ert að reikna út hvað jökulísinn er þykkur. Litla blómið merst undan þunganum og leggst niður að grjótinu, en það deyr ekki. Þegar nóttin kemur með svalandi dögg, mun það rísa upp aftur og brosa við sólinni á morgun eins og glitrandi stjarna íauðninni.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.