Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Side 37

Morgunn - 01.06.1990, Side 37
MORGUNN Dulræn skynjun dýra hræðilegu, hesta sem hófu að hneggja og hlaupa sem óðir væru rétt áður en einhverjar náttúruhamfarir skullu yfir, o.fl. o.fl. Slíka r sögur munu auðvitað ekki vekj a neina hrif ningu hj á efasemdarmönnum, sem munu að sjálfsögðu ýta þeim til hliðar sem einberum tilviljunum. En svona sögur hafa feng- ið marga okkar, sem störfum á þessu sviði, til þess að kanna ýtarlega allt sem viðkemur dulskynjun hjá dýrum - og möguleikanum á því að ná þessum óáþreifanlega hæfileika (ef hann er til) inn á rannsóknastofuna - og þessar kannanir vinnum við af mikilli bjartsýni. Ef dýrin búa yfir dulskynj- un, þá mun sú uppgötvun e.t.v. hjálpa okkur að skilja líka hvers vegna við búum yfir henni. Sú staðreynd að nokkur frábær vottfest dæmi af, að því er virðist, dulskynjun hjá dýrum hafa verið skjalfest, hefur komið sumum okkar til þess að leyfa okkur að trúa því að lykillinn að lausn gátunnar um dulskynjun (ESP) kunni að vera að finna hjá dýrunum. Danton Walker skýrði frá einu slíkuatviki 1956, er hafði vakið áhuga hans, en hann var vel þekktur og virtur dálkahöfundur á Broadway. Hann sagði sögu sem hafði borist honum frá Donald S. Rockwell og eiginkonu hans er bjuggu í Westchester County í New York. Frú Rockwell skýrði frá því að þegar hún var heima hjá sér síðdegi nokkurt um klukkan þrjú, hafi hundurinn hennar byrjað að haga sér einkenniíega. Hann hljóp upp á efri hæðina og kom niður með nokkrar flíkur sem tilheyrðu systur hennar, en hún dvaldi hjá þeim hjónum um þessar mundir. Frú Rockwell var ekki í neinurn vafa um að eitthvað var ekki eins og það átti að vera þegar hundurinn lagðist ofan á fötin og hóf að ýlfra ámátlega. Síðar þennan sama dag hringdi svo lögreglan til að tilkynna henni að systir hennar hefði farist urn klukkan þrjú þennan sama dag, þegar flugvél sem hún fór með í útsýnisflug hrapaði. Þetta tilfelli, hafi það átt sér stað eins og frá því er skýrt, er erfitt að útskýra sem tilviljun. Hundurinn hafði, að því er virðist, aldrei hagað sér svona áður og tengslin á milli hegð- unar hans og slyssins eru of einkennileg til þess að hægt sé að horfa fram hjá þeim. 35

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.