Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Síða 56

Morgunn - 01.06.1990, Síða 56
Dulræn skynjun dýra MORGUNN karllynsafkvæmi hennar. Hundunum var komið fyrir í sitt hvoru herberginu. Þegar einn rannsóknamannanna ógn- aði yngri hundinum með dagblaði, þá sáu menn að móðirin hrökklaðist skyndilega undan í hinu herberginu. Því miður hafa fáar rannsóknir verið gerðar með hunda síðan þetta var, þó að dr. Esser sé sannfærður um að tilraunir hans hafi sannað að „sumir hundar hafi hæfileika til hugs- anaflutnings." Svo það verður verkefni rannsóknamanna framtíðarinnar að fylgja eftir þessum frumrannsóknum sem unnar hafa verið á þessu mjög svo vænlega rannsókna- sviði. Leitin að sönnunum fyrir því að dýrin búi yfir æðri skynj- un hefur verið löng fjársjóðsleit, ef svo má að orði komast og leiðirnar verið margar. Hefur þessi leit borið einhvern árangur í tímans rás? Þetta er sennilega einhver mikilvæg- asta spurningin sem við ætturn að spyrja sjálf okkur. Eg tel að þær tilraunir sem hér hefur verið sagt frá hafi, þegar á heildina er litið, veri mjög árangursríkar. Aðrir dulsálar- fræðingar hafa mjög mismunandi viðhorf til mikilvægis og árangurs tilrauna varðandi æðri skynjun hjá dýrum. Dr. Morris, sem er líklega einn fremsti skipuleggjandi slíkra tilrauna í heiminum í dag, hefur viðurkennt að „fyrir því séu nokkrar sannanir að skyggnigáfa sé ekki eingöngu bundin við mannfólkið," en hann neitar alveg að ræða nokkuð langtíma markmið tilrauna sinna. „Áður en hægt verður að ígrunda af alvöru frekari getgátur um þróun skyggnigáfu og vistfræðilegt mikilvægi hennar," skrifaði hann árið 1977, „þá þörfnumst við miklu meiri upplýsinga um fleiri tegundir." Og hann bendir einnig á að þó að það liti vissulega út fyrir að dýrin búi yfir æðri skynjun, þá vitum víð í rauninni ekkert ennþá um hvernig, hvers vegna eða af hverju þessi hæfileiki er til staðar. Og minnst vitum við um það atriði við hvaða aðstæður dýrin geta best notað dul- ræna krafta sína. Þó eru ekki allir dulsálarfræðingar, þeir sem sinnt hafa þessari grein, sammála dr. Morris. Dr. John Randall, enskur líffræðingur og frumkvöðull þar í landi hvað varðar rannsóknir á æðri skynj un dýra, er öllu hrifnari af fyrirliggjandi sönnunum. Hann skorast heldur ekki und- 54

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.