Morgunn - 01.06.1990, Qupperneq 69
MORGUNN
Spurning um líf og dauða
vissi ég ekki), þá yrði ég að halda áfram. Ég hætti að geta
fylgst með fjölda þeirra dyra, sem ég fór í gegnum, en
skyndilega var ég komin hátt á loft, svífandi yfir borginni.
En nú var ekki lengur apríl; heldur kominn miðsumars
dagur. Ég vildi ekki snúa aftur, reyndar fann ég til hreykni.
En ég var þó engu að síður hálf smeyk. Hvað myndi gerast
ef ég héldi áfram inn í hið ókunna? Þegar ég var að hugsa
um þetta, þá fann ég að ég var aftur farin að horfa niður til
líkama míns. Ég ákvað að ég gæti ekki haldið áfram. Það er
í rauninni fyndið - að um leið og ég hafði tekið þessa
ákvörðun, þá var ég óðar komin í líkamann, hraðar en auga
á festi."
Geislalíkanrinn, sálin eða aðskilin vitundin, virðist upplifa
aðrar víddir í gegnum sálfarir. í júnímánuði árið 1974 var frú
„T" á sjúkrahúsi í Líbíu að ná sér eftir mikla skurðaðgerð,
þegar hún yfirgaf jarðlíkamann: „Ég virtist fá vitneskju um
að svörin við gjörsamlega öllu væru innan seilingar sér-
hvers okkar. Ég hafði það líka á tilfinningunni að... ef ég
sneri ekki aftur til líkama míns, þá yrði ég að halda áfram...
mér var sagt að það væri ekki kominn tími fyrir mig að fara,
ég yrði að snúa aftur um stundarsakir þar sem ég ætti eftir
óloknu verkefni. Mér var ekki sagt hvað það kynni að vera.
A meðan ég var utan líkamans, þá skildist mér að tíminn
væri ekki til, eilífð og brot úr sekúndu gætu verið nákvæm-
lega það sama."
Slíkar frásagnir gefa líka til kynna að þessar auka víddir
séu ef til vill mikilvægari en sú sem við lifum í. Og þessi
framhalds tilvera birtist eins og einhvers konar himnaríki,
þegar h'kamanum er þrýst út yfir takmörk sín.
í bókinni „Tuttugasti og fimmti maðurinn," lýsir Ed Morr-
ell reynslu sinni í Arizona ríkisfangelsinu - frásögn sem
vottuð var af rithöfundinum Jack London, er þekkti Morrell
náið. Morrell var pyntaður hvað eftir annað á meðan hann
var í fangelsi; hann var settur í tvöfalda spemiitreyju, sem
skrapp saman þegar vatni var hellt yfir hann. Hann kvað
það hafa verið eins og að vera „kreistur hægt til dauða,/
áður en hann fann að hann sveif frjáls utan við kvalinn
líkama sinn. í því ástandi sá Morrell ekki aðeins nánasta
67