Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 13
MORGUNN
Mér var stýrl í þetta starf
allt eða ekkert. Ekkert hálfkák eða hálfvelgju. Þetta reynir
þó alltaf mjög mikið á mann, bæði andlega og líkamlega.
Fólk bregst mjög misjafnlega við nærveru hinna fram-
liðnu. Það gerir starfið enn erfiðara, því að sumir falla
saman, endurlifa sorg sem farið var að gróa yfir. En ánægju-
stundirnar eru miklu fleiri. Eg hef orðið áhorf andi og áheyr-
andi að óteljandi yndislegum endurfundum.
Svífandi utan við sjálfa mig
Við biðjum Þórunni Maggý að segja okkur hvað það sé
sem geri hana svo sannfærða um annað líf.
- Eg veit það eins og við erum hér. Þegar ég var bara barn
að aldri leiddist mér óskaplega mikið að vera í þessari til-
veru, mér fannst þetta svo mikið puð. Þá var ég alltaf að leika
mér. Eg lá upp í rúnri, svona 5-7 ára gömul. Þá sveif ég upp
í loftið, sneri mér við og kíkti á sjálfa mig. Renndi mér svo
niður. Eg man að sagt var við mig: „Þig hefur dreymt þetta.”
En ég vissi alltaf að nrig dreymdi þetta ekki neitt. Það er
alveg greinilegt að sálin getur þetta og ég hef komið með
þessa kunnáttu með mér inn í jarðlífið.
Annað sem gerðist á þessum aldri, alveg til 8 ára, var að
systir móður minnar sem var óskaplega yndisleg kona, dó.
Þá fannst mér hún alltaf sitja hjá mér, ég sá hana og talaði
við hana. Oft færði ég mig til þess að gefa henni pláss.
Þegar pabbi dó trúði ég því aldrei að hann væri dáinn.
Jarðarförin fór eitthvað í taugarnar á mér. Eftir dálítinn tíma
kom ég eitt sinn upp stigann heima. Þá sá ég hann sitja við
skrifborðið, grúfa sig yfir það eins og hann væri að ganga
frá einhverjum pappírum. Ég fór inn í eldhús og sótti
mömmu og sagði: „Heldurðu að ég hafi ekki vitað að pabbi
væri lifandi?!" Þegar við komum fram var náttúrlega eng-
inn þar. Mamma varð auðvitað öskureið, hundskammaði
mig fyrir að vera að skrökva.
Eg man að ég mætti honum stundum síðar í stiganum. Þá
stoppaði ég bara og beið. Stundum stoppaði hann og var
11