Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Page 29

Morgunn - 01.06.1991, Page 29
MORGUNN Leitin að sálufélaga „Já, það hef ég," sagði hún eftir andartaks hik. „Ég vona það." Fólk var tekið að streyma inn í veitingastofuna og Nikki, sem starfaði þar bæði sem þjónustustúlka og framkvæmda- stjóri, varð að hraða sér á brott til að sinna því. „Þú verður," kallaði hún yfir öxl sér, „að leita uppi kenn- arann minn, Muriel Iris. Hún getur sagt þér allt um sálufé- laga þinn." Ég íhugaði það sem Nikki hafði sagt. Þegar ég hugsaði um sálufélaga, þá sá ég fyrir mér rómantíska mynd af Rómeu og Júlíu, Browning-hjónin, Heloise og Abelard, jafnvel Da- món og Pyþías, þó þeir síðast nefndu, líkt og Rut og Noomí í Biblíunni, væru af sama kyni. Það hvarflaði ekki að mér að þjónustustúlkan sem færði mér morgunverðinn minn eða ungi maðurinn sem kom með vatnsflöskuna mína gætu verið nokkuð flækt í neitt svo heimulegt eða ástleitið. Kvikmyndastjörnur kannskienenginnjafnvenjulegur og ég eða aðrir þeir sem komu og fóru í mínu lífi. Eftir því sem Nikki hafði sagt þá gæti Muriel Isis sagt mér miklu meira. En það leið nokkur tími áður en ég komst í kynni við þennan óvenjulega kennara, sem án þess að ég vissi um það, bar einnig hið venjulega nafn Tepper. í milli- tíðinni vaknaði forvitni niín, ég kannaði málið og uppgötv- aði brátt að eitthvað nýstárlegt og sem ekki átti sér fordæmi var að eiga sér stað í heimi efnishyggjunnar. Hann hafði orðið fyrir árás ástar. Eftir kynlífsbyltingu sjötta og sjöunda áratugarins oglaus- læti hennar sem var fylgifiskur pillunnar, þá voru viðbrögð nánast óhjákvæmileg þegar fjöldinn allur af ungu fólki uPPgötvaði að ofgnótt færði ekki endilega fullnægju. Það var tilbúið fyrir meira af óspilltu einkvæni, fyrir einfalda ást, sem myndi fullnægja þrá þeirra eftir einhverju sem var eingöngu þeirra, sem það gæti í fullvissu hallað sér að í þessum heimi síbreytilegs verðmætamats. Eg fann næstum alheimslega þrá eftir sálufélaga, fullkom- inni ást, þrá eftir að breyta hversdagslegu lífi og nálgast þá fyllingu og hamingju sem við öll leitum að. Þessi tilfinning 27

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.