Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 19
MORGUNN
Mér var styrt í þetta starf
Ég sá hana mjög greinilega. Hún hreyfði munninn eftir
orðunum í söngnum, en ég heyrði ekkert í henni.
Þegar jarðarförin var um það bil að verða búin sá ég hvar
kom geisli í gegnum þakið. Hann rann niður eins og regn-
bogi. Þegar hann kyrrðist á gólfinu sá ég að í honum stóð
maður. Húnleit upp og hætti að hreyfa munninn. Síðanleið
hún yfir gólfið, hún gekk ekki, heldur var eins og hún liði
áfram, þar til hún stóð við hliðina á honum. Hann setti
handleggina yfir axlirnar á henni og ég sá þau hverfa hægt
og rólega. Um leið og þau eru að hverfa fyllist kirkjan af
ljóslituðum og gylltum lit. Hún eins og logaði öll.
Eg lýsti þessum manni fyrir Þorbjörgu, sagði að hann hefði
verið með frekar brúnleitt hár, en að um leið og þessi birta
kom hafi slegið aðeins rauðu yfir það; hann hafi verið frekar
grannur maður, beinn í baki og afar rólegur. Þá sagði hún
að þetta hefði verið pabbi sinn.
Allt var þetta eins skýrt og þetta væru lifandi manneskjur.
Ingibjörg var búin að vera mikið veik af krabbameini og
þráði að fara. Ég talaði stundum við hana. Þetta var yndis-
leg, falleg sál og góð manneskja. Þarna var eiginmaðurinn
að taka á móti henni.
I kirkju á sjómannadaginn
A sjómannasunnudaginn fer ég alltaf í sjómannamessu í
Dómkirkjunni. Einu sinni sá ég mjög sérkennilegt í slíkri
kirkjuferð. Dómkirkjan var gjörsamlega full af fólki. Hún
var svo þétt setin að það var eins og það væru aukabekkir í
henni, eins og ég sæi inn í aðra kirkju sem væri inni í þessari.
Fólkið sat einhvern veginn ekki hvert ofan á hvort öðru, en
var samt sem áður hvert ofan í öðru, - ég kann ekki að lýsa
þessu. Sumir voru með sérstök strýtulaga, gyllt höfuðföt
sem ég hef ekki séð áður.
Um leið og ég varð vör við þetta, fannst mér eins og ég væri
ekki lengur inni í kirkjunni heldur fyrir utan. Þá sá ég að
y fir kirkj una fór vængj aður engill. Það var eins og hann yrði
17