Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Page 18

Morgunn - 01.06.1991, Page 18
Mér var styrt í þetta starf MORGUNN til 1990." Hann sagði: „Það eru svo mörg stór ljós á Islandi. Þegar ég kem yfir Island, er það ekki bara þessi jökull sem gefur birtu yfir allt, heldur er svo mikið af fólki sem er að vakna." Hann sagði: „Við eigum mörg ljós hér í Bandaríkjunum, en þau eru svo dreifð að það er erfitt að sameina þau. En Island á eftir að lýsa heimsbyggðinni. Það verður bara eins og ein stór mörg þúsund volta pera." Eg sagði: „Hvað með Himalajafjöllin?" „Já, já, þau eru ágæt líka. Þar eru mjög sterkar stöðvar, en allt öðru vísi af því þar er kyrrð. Mér sem Bandaríkjamanni finnst gaman að koma þar sem er svolítið fjör." Þetta er alls staðar að gerast. Sálarrannsóknarfélag er kom- ið á Akranes. Það er komið alls staðar fyrir norðan þar sem slíkt hefur ekki verið áður. Það er mikil aukning í Sálarrann- sóknafélagi íslands af fólki sem sækir fundi reglulega. Og svo eru allir þessi skólar, til dæmis skólinn hennar Erlu Stefánsdóttur. Þetta er ósköp víðtækt. íslendingar hugsa mjög mikið um það nú hverjir þeir séu. „Er ég bara þessi manneskja, eða er ég eitthvað meira?" Þeir vilja fá að vita það. Þegar hér er komið biðjum við Þórunni Maggý að segja okkur frá nokkrum atvikum sem fyrir hana hafa komið og eru henni minnisstæð. Hún tekur vel í það og fara þær frásagnir hér á eftir. Tekið á móti nýdáinni konu við jarðarför hennar - Þetta var í Fossvogskapellu, litlu kapellunni. Það var verið að jarða móður Þorbjargar kunningjakonu niinnar, Ingi- björgu Benediktsdóttur. Þegar ég kom í kirkjuna sá ég mikla liti. Eg hugsaði með mér að þetta væri sérkennilegt en gerði nú samt ekkert í því. Allt í einu þegar liðið var á jarðarförina og verið var að syngja „Blessuð sértu sveitin mín," sá ég hvar Ingibjörg stóð við hliðina á kórnum. Eg heyrði ekki í henni, en hún var klædd bláum síðum kirtli, hárið var grátt. 16 j

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.