Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Page 90

Morgunn - 01.06.1991, Page 90
Útdráttur úr skyrslu MORGUNN Á þessum tíma var nokkurrar óánægj u farið að gæta innan stjórnar og reyndar meðal miðla líka með þá starfsaðstöðu sem við höfðum leigt á hótel Lind og stafaði það af ýmsum breyttum aðstæðum og starfsemi þar. Voru jafnvel skyggni- lýsingafundir farnir að gang miður þar af þessum orsökum að okkar áliti. Það var því rnikið happ þegar okkur bauðst að taka á leigu ágætan sal að Sogavegi 69 hjá Konráði Adolphssyni. Salurinn er að vísu nokkuð minni en sá sem við höfðum áður leigt að hótel Lind, en ýmsir innan stjórnar töldu það frekar kost en galla þar sem ekki væri heppilegt að hafa t.d. skyggnilýsingafundi mjög fjölmenna. Salurinn tekur u.þ.b. 70 manns í sæti. Það er svo skemmst frá því að segja að almenn ánægja hefur verið með þennan sal, í honum er jákvætt andrúms- loft og hreint og er það mál manna að árangur á skyggni- lýsingafundum hafi jafnvel batnað við að flytjast þangað. Opnu húsin höfum við nú einnig flutt í þennan sal og hefur þannig orðið bæði rýmra og frjálslegra um gesti á þeim samkomum. Aðsókn að opnu húsunum var orðin nánast stöðugt um 50-60 manns og verður það að teljast með talsverðum ágætum, enda umræður á þeim oft hinar skemmtilegustu ogfróðlegar. Höfðum viðjafnan þann hátt- inn á að við fengum einhvern góðan gest eða gesti til þess að fræða okkur um tiltekin mál og svo ræddum við það á eftir og spurðum gestinn nánar út í umræðuefnið. Þannig kom til okkar í október Guðmundur Jóhannesson og fræddi okkur um reynslu sína af iðkun yoga, sem er orðin áratugalöng hjá honum. I nóvember var Maggý með skyggnilýsingu og fræðslu, í desember var jólasamkoma með upplestri, tónlist, frásög- um, sálmasöng o.fl. I febrúar komu til okkar þau ágætu hj ón Orn Guðmundsson og Erla Stefánsdóttir og sögðu okkur frá ferð sem hópur Lífssýnar-fólks fór í til Bretlands s.l. sumar, tii þess að skoða ýmsa dulspekilega staði þar. I mars var svo bókakynning á vegum bókaútgáfunnar Reykholts, þar sem Guðmundur Sæmundsson, Guðmundur Einars- son og Esther Vagnsdóttir kynntu og ræddu efni bókanna „Á vængjum vitundar" og „Draumar, svör næturinnar við 88

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.