Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 59
morgunn
Draumar
loknum tekur við langur gangur eða stígur, að því er virtist
endalaus og þráðbeinn og lítið eitt hallandi upp á við og
fannst mér ég fremur vera „inni" en „úti."
Er ég geng eftir ganginum ber fyrir augu mér fjölbreyttar
skreytingar af ýmsu tagi s.s. skreyttar súlur, veggmyndir frá
fyrri tímum og finnst mér sem þær séu einkum rómverskar,
en einnig egypskar. Allar eru skreytingar þessar á veggnum
mér til hægri handar, og virðist hann ýniist gerður af manna
höndum eða náttúrulegur, en þak eða loft verð ég ekki var
við né heldur vegg eða neina fyrirstöðu á vinstri hönd. Eg
geng rösklega eftir ganginum og miðar vel áfram og drep
tímann með því að virða fyrir mér allt það sem fyrir augu
ber á veggnum og er það mér til hinnar mestu ánægj u. Öðru
hvoru á leiðinni sé ég móta fyrir í veggnum eins konar
aflögðum einstigum, sem lágu líkt og upp eftir veggnum
skáhallt, og fannst mér sem ég mundi sjálfur hafa farið
krákustíga þessa löngu fyrr, eða á þeim tíma sem þeir voru
í notkun. Sem fyrr segir mótaði aðeins fyrir þessum einstig-
um, og var eins og múrað hefði verið í þau eða hlaðið svo
ekki væri hægt að nota þau frekar.
I draumnum valda stígar þessir mér einhverskonar óljós-
um óþægindum gagnstætt skreytingunum sem ávallt fyrir
augu bar. Allir litir í draumnum eru af rauðleitum blæ,
jarðrauðir með ýmsum afbrigðum.
Að lokum geng ég ganginn langa á enda og kem þá inn í
lítið herbergi eða hol á vinstri hönd. Inn af holi þessu eru
litlar hliðardyr, en skápur eða hirsla ein á endavegg með
einskonar rennihurð á.
Eg vænti þess fastlega að einhver sé í herberginu að taka
á móti mér og sýna mér inn í skápinn, því einhvern veginn
finnst mér að sá muni vera tilgangur þessarar ferðar. En þar
er þá enginn, en mér finnst ég greinilega skynja nærveru
einhverra innan við dyrnar sem liggja inn af holinu þótt ég
sjái engan. Mér finnst ennfremur að þeir sem þar muni vera
séu klæddir dökkum síðum kuflum og einnig að þeir viti vel
af mér en kjósi að halda sig fjarri. Ég bíð sem snöggvast en
fyllist skyndilega mikilli óþolinmæði við það að vera ein-
samall. Ég sný við og horfi til baka eftir ganginum langa og
57