Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Page 46

Morgunn - 01.06.1991, Page 46
MORGUNN ,,Ó, Nikkólína!" Hin framliðna varð mj ög glöð þegar ég kannaðist við hana og fór að minnast á ýmislegt frá samverustundum okkar. Minnti hún mig á margt sem við hefðum spjallað um og kannaðist vel við. Var hún létt og glöð alveg eins og hún venj ulega var þegar ég þekkti hana og mj ög ánægð með lífið og tilveruna hinum megin. Sagði hún þar vera mjög yndis- legt og fallegt. „Og það er engin synd hér að halda sér til," sagði hún. Kvaðst hún óska þess að ég gæti séð sig þar sem hún væri núna. Það væri stutt á milli okkar. Sagðist hún sitja við yndisfagurt skógarvatn á grænni þúfu með gítarinn sinn í kjöltunni. Já þetta var svo sannarlega líkt henni Nikkólínu. Hún var alltaf svo barnslega hrifin af allri fegurð. Eg minntist þess að hún sagði oft við mig að hún vildi helst að hún ætti heima við fallegt vatn, umgirt grænum skógi, fullum af glöðum og syngjandi fuglum. Og þarna lýsti hún nú fyrir mér sínu gamla draumalandi. Það leit út fyrir að hún hefði fengið ósk sína uppfyllta. Nikkólína var einnig mjög söngelsk og lék vel á gítar. Hún var fíngerð og fín sýnum og hafði ánægju af því að snyrta sig og líta vel út. Var ég stundum að stríða henni með því þegar hún var að laga sig til fyrir „stofugang," að hún hefði ekkert upp úr þessu tilhaldi. En Nikkólína tók öllu vel á sinn barnslega saklausa máta. Ymislegt fleira sagði Nikkólína við mig, m.a. sagði hún mér upphafið á sálmunum sem sungnir voru við útför hennar. Að síðustu biður hún mig að hringja til Grétars Fells og bera honum kveðju frá sér. Gefur hún mér upp símanúmerið, sem ég eigi að hringja í. Ekki hafði ég hugmynd um hvar Grétar Fells ætti heima og enn síður að ég vissi nokkuð hvort hann hefði verið kunnugur Nikkólínu eða ekki. Strax og ég kom heim um kvöldið fór ég þó að leita að númerinu í símaskránni og fann þá númerið við nafn Vilmundar Jónssonar landlæknis. Segi ég þá við fröken Jónu: „Hamingjan góða, þetta er bara tóm vitleysa. Þetta er símanúmer landlæknisins." 44

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.