Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 70

Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 70
Ann B. Martin: DRAUMURINN Mig dreymdi að ég væri dáin og væri komin á stað þar sem ég var umkringd af orðum mínum. Ekki hugmyndum mín- um heldur þeim orðum sem ég hafði notað á æviskeiði mínu. Hverju einasta þeirra. Orðum efa, lofs, ótta og þakk- lætis. Og þarna átti ég að vera til eilífðar, umkringd orðum mínum. Þarna voru að sjálfsögðu falleg orð og mörg, mörg kær- leiksrík. Þarna voru orð getgátna og ímyndana, spurnarorð eins og hvers vegna, hvernig, hvenær og hvar. Það var mjög einkennilegt og skelfilegt eftir því sem sýnin skýrðist og mér varð ljóst að nákvæmlega það sem mér var sagt að gera var það að búa í borg - á stað - sem bókstaflega var skapaður og útbúinn úr orðum mínum. Orð mín voru efniviðurinn í þessari furðulegu, mynd- rænu og einkennilega hálfbjörtu og hálfdimmu litlu borg, og meira að segja blómin og trén voru af þeim gerð. Þó var borgin í rauninni ekki svo lítil en virtist einungis vera svo á stöðum þar sem orð mín höfðu verið stingandi og takmörk- uð. Annars staðar, aftur á móti, þar sem þau höfðu verið mikil, stór og jafnvel tignarleg... ja, á þeim stöðum var heimurinn sem ég tengdist afar stór, í rauninni risavaxinn. Þarna voru staðir sem voru fullir af sóti og óhreinindum, útataðir í einhverju líku skolpi sums staðar. Ég sá staði sem voru þaktir myglu, einhverju sem óx hljóðlega og þreifst einhvern veginn á úrgangi. En síðan voru þarna, alveg jafn ríkulega en svo miklu skemmtilegri að sjá, stallar með dýrlegustu plöntum af öll- um tegundum... svo fallegum, svo framandi, svo sjaldgæf- um að ég náði varla andanum af hrifningu. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.