Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Page 70

Morgunn - 01.06.1991, Page 70
Ann B. Martin: DRAUMURINN Mig dreymdi að ég væri dáin og væri komin á stað þar sem ég var umkringd af orðum mínum. Ekki hugmyndum mín- um heldur þeim orðum sem ég hafði notað á æviskeiði mínu. Hverju einasta þeirra. Orðum efa, lofs, ótta og þakk- lætis. Og þarna átti ég að vera til eilífðar, umkringd orðum mínum. Þarna voru að sjálfsögðu falleg orð og mörg, mörg kær- leiksrík. Þarna voru orð getgátna og ímyndana, spurnarorð eins og hvers vegna, hvernig, hvenær og hvar. Það var mjög einkennilegt og skelfilegt eftir því sem sýnin skýrðist og mér varð ljóst að nákvæmlega það sem mér var sagt að gera var það að búa í borg - á stað - sem bókstaflega var skapaður og útbúinn úr orðum mínum. Orð mín voru efniviðurinn í þessari furðulegu, mynd- rænu og einkennilega hálfbjörtu og hálfdimmu litlu borg, og meira að segja blómin og trén voru af þeim gerð. Þó var borgin í rauninni ekki svo lítil en virtist einungis vera svo á stöðum þar sem orð mín höfðu verið stingandi og takmörk- uð. Annars staðar, aftur á móti, þar sem þau höfðu verið mikil, stór og jafnvel tignarleg... ja, á þeim stöðum var heimurinn sem ég tengdist afar stór, í rauninni risavaxinn. Þarna voru staðir sem voru fullir af sóti og óhreinindum, útataðir í einhverju líku skolpi sums staðar. Ég sá staði sem voru þaktir myglu, einhverju sem óx hljóðlega og þreifst einhvern veginn á úrgangi. En síðan voru þarna, alveg jafn ríkulega en svo miklu skemmtilegri að sjá, stallar með dýrlegustu plöntum af öll- um tegundum... svo fallegum, svo framandi, svo sjaldgæf- um að ég náði varla andanum af hrifningu. 68

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.