Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 68
Lífið fyrir handan
MORGUNN
hafi hún snúið aftur og lýst öllu sem fram fór eins og hún
upplifði það.
Það eina sem færir þeim er farið hafa yfir, mestu sorgina,
er óhófleg sorg okkar. Þetta, svo skrítið sem það er, virkar
sem hindrun fyrir þá í því að komast nálægt okkur.
Þeim er ekkert mikið um stöðugar heimsóknir í kirkjugarð-
inn sem þeir vita að þeir eru eklci í.
Flestir spíritistar gera sér það að venju að setja blóm nálægt
mynd af þeim sem farinn er yfir, sérstaklega þegar minnst
er tyllidaga. Þetta þjónar þeirri hugmynd að sálin sé alltaf á
heimilinu.
Spíritistar láta einnig eftir sér þann sið að ræða huglægt
við hinn farna, með því að senda honum skilaboð og koma
fram við hann eins og hann væri í raun staddur í herberg-
inu.
Eg veit að svona skilaboð eru móttekin því ég hef heyrt
aftur og aftur á bæði einka- og stærri miðilsfundum, sálir
sem koma og þakka fyrir þessi skeyti og færa sönnun fyrir
því að þær hafi móttekið þau með því að endurtaka sumt af
þeim við miðilinn.
Af öllu þessu munið þið gera ykkur grein fyrir að þegar
sálin hefur vanist hinu nýja lífi sínu þá finnur hún fljótt sinn
sess og lærir að nota gáfur sínar.
Andlega lífið er ekki ástand óræðni eða eilífs svefns, heldur
athafna og vinnu. Leti og atvinnuleysi fyrirfinnst þar ekki.
Það eru næg verkefni fyrir alla, þó ég viti að það sé erfitt
fyrir okkur sem erum á kafi í efnislegum málum að virða
starfsemi andlega heimsins.
Auk vinnu gefast tækifæri til endursköpunar og gleði. Þar
er hægt að fá menntun og leiðbeiningar um alla þætti lífsins
- nákvæmlega í því formi þekkingar sem sálin óskar eftir.
Auðvitað eru margar þeirra í hlutverkum sem tengjast
samvinnu við fólkið í þessum heimi. Sumar þeirra vinna
hart að því að gera samskiptin á milli heimanna auðveldari.
Aðrar sem laðast að fólki í okkar heimi sem fylgir svipuð-
um Hnum rannsókna, iðnaðar, lista eða endurbóta, dragast
eðlilega tiJ þess að innblása þessar tilraunir þó að fólkið
hérna megin viti oft ekki af þessum andlega áhuga.
66