Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 22
Mér var stýrt í þetta starf
Á Hlemmi
MORGUNN
Þegar ég kom til landsins eftir dvölina vestan hafs var ég
ógurlega montin yfir Islendingum, því að ég hélt að við
værum laus við eiturlyf. Þá var það vinur minn í lögreglunni
sem sagði við mig: „Heyrðu góða, farðu niður á Hlemm."
Ég fór þó nokkuð mikið þangað um tíma og fannst margt
alveg ferlegt sem ég sá þar.
Eitt sinn sá ég að það sat kona á aldur við mig úti í horni,
álút og vesældarleg. Mér sýndist hún sofa eða vera í ein-
hverju móki. Þá kom maðurinn sem ég hélt að væri lifandi.
Ég áttaði mig ekki á því að hann væri látinn. Hann kom í
snarheitum og var meira að segja með kraga eins og hann
hefði hálsbrotnað.
Ég settist til hliðar og fór að virða fólkið fyrir mér. Þá vatt
maðurinn sér að konunni. Ég sá að allt í einu fór hann inn
í orkusviðið í kringum hana og hvarf. Ég setti upp gleraug-
un og hugsaði með mér að ég hlyti að vera að sjá ofsjónir,
en sá ekki manninn að heldur. Ég tók gleraugun aftur af mér
og þá sá ég allt í einu að konan, sem rétt áður húkti í móki,
reis snaggaralega á fætur, gekk að manni og fékk hj á honum
drykk.
Þessi maður sem ég sá fara inn í orkusvið konunnar hafði
örugglega ekki verið lengi látinn. Ég sá hvernig hann leit
út. Hann var ekki mjög gamall, gæti hafa verið um þrítugt.
Þarna var hann að ná sér í alkóhól í gegnum lifandi mann-
eskju.
Guðmundur undirbýr dauða sinn
Ég var að vinna í unglingaathvarfinu. Þá gerðist svolítið
sérkennilegt. Einn kennarinn þar hét Guðmundur. Hann
var alltaf að koma til mín og ræða við mig um hvort ég væri
nú viss um að það væri annað líf. Ég var alveg með það á
hreinu. Ég sagði sem svo: „Guðmundur minn, við erum
hérna svo stutt. Maður getur verið hérna frá einu ári til