Morgunn - 01.06.1991, Blaðsíða 32
Leitin að sálufélaga
MORGUNN
sálufélaga þó hún hefði verið gift einu sinni og verið í
óvígðri sambúð í mörg ár. Og hún viðurkennir glettnislega
að hún hefði ekki neinar væntingar til þess að komast í
fullkomið samband á þessu æviskeiði. En með andlegri
þróun hennar, sem lýst er í bók hennar „Á ystu nöf," tók sá
möguleiki á sig nýja mynd, því eftir því sem einstaklingur-
inn verður reiðubúnari, þá eykst möguleiki hans á að hitta
félaga sinn.
í samfélagsmenningu sálufélaganna eru engin föst landa-
mæri. Rathma - er sammála orðabókinni - og telur sálufé-
laga vera gagnkynhneigða í eðli sínu, á meðan aðrir, eins og
MacLaine, sér ekki hvers vegna góðviljaður skaparinn
myndi ræna svo mörg barna sinna jafnræði í leitinni að
hamingju.
I leitinni að sálufélaga vakna margar spurningar sem mað-
ur verður að spyrja sjálfan sig að.
Hvernig greinir maður ást frá hamslausri hrifningu, að-
löðun sem heltekur og kann að brenna upp af sjálfu sér?
Hvað með sambönd sem byrja hægt og þroskast í djúpa og
viðvarandi ást, bara ef báðir aðilar eru þolinmóðir og hafa
nægilegt traust til að bera? Hvað um fjandsamlegt aðdrátt-
arafl sem hrjáir svo marga, skapar friðlausa spennu, full-
komnun án hamingju?
Og karma, hvað með karma - inneigna og skulda dálkana
frá fyrri tíð - hvaða hlutverk hefur það í nútíð og framtíð?
Hvaða aðstæður flytur það með sér? Hvaða tækifæri veitir
það? Eg spurði sjálfan mig þessara og fleiri spurninga og
vonaði að svörin kæmu.
Á meðan ég var sjálfur ekki alveg viss um hvernig endur-
holdgunarlögmálið starfaði, þá gerði ég mér fulla grein fyrir,
er hér var komið, að þessi trúnaður á endurholdgun var
mikilvægur hluti af öllu þessu sálufélaga hugtaki. Eg gerði
mér grein fyrir að margir skapandi risar - Shakespeare,
Tennyson, Kipling, Wordsworth, Thoreau og aðrir - trúðu
sterklega á áframhaldandi líf. Mér var skemmt yfir því að
Benjamín Franklin lofaði því að hann myndi koma aftur
einhvern daginn eins og nýendurskoðuð bók, varð forvit-
inn um það að MarkTwain minntist í draumum sínum sömu
30