Viðar - 01.01.1939, Page 26
20
BJÖRN Á NÚPI SEXTUGUR
tViðar
sér barnakennslu í Noregi og Danmörku. Dvaldi hann um
skeið við kennaraskólann í Silkiborg. Þar lagði hann m. a.
stund á leikfimi, og þótti hann síðar ágætur íþróttakennari.
Sumarið 1908 var hann í Askov. Þaðan minnist hann
einkum Poul La Cour. Hefur hann haft mjög djúp og varan-
leg áhrif á Björn. La Cour var frægur náttúrufræðingur,
afburða kennari þeirra fræða og mjög trúhneigður. Hug-
þekkasta kennslugrein Björns er náttúrufræði og þá eink-
um eðlisfræði. Þá kennslu mun hann rækja af innilegri
gleði-og með lotningu Pouls La Cour fyrir opinberun guðs
í náttúrunni. Björn kom heim úr þessari för haustið 1908,
og mun aflinn hafa verið mikill, þótt útgjöldin væru furð-
anlega lítil. Hafði hann lagt af stað út í heiminn með 700
krónur í vasanum.
Er heim kom úr för þessari, gerðist Björn aftur barna-
kennari í Dýrafirði,en var jafnframt kennari við skóla þann,
er séra Sigtryggur Guðlaugsson hafði tekið að starfrækja
í ársbyrjun 1907. Árin 1911—29 var Björn svo aðalkennari
ungmennaskólans. Árið 1929 tók hann við skólastjórn og
hefur verið skólastjóri síðan. Veturinn 3918—19 starfaði
skólinn ekki, og var Björn þá skólastjóri barnaskólans á
Akranesi. Árið 1924—25 var hann erlendis og kynnti sér
lýðháskóla á Norðurlöndum.
Björn skólastjóri hefur gegnt margvíslegum störfum verk-
legum og andlegum. Er hann óvenju fjölhæfur, en hér er
hans minnzt vegna starfa hans í þágu æsku og uppeldis.
Hann hefur mjög látið félagssamtök æskulýðsins til sín
taka og haft þar löngum forystu. Hefur þar gætt glæsi-
mennsku Björns, lipurðar og prúðmennsku. Er öll framkoma
og viðmót einkar aðlaðandi. Skapið mun að vísu ofið nokkr-
um andstæðum þunglyndis og glaðværðar, en í umgengni
gætir hins síðara mest og einkum í margmenni. Enn er
Björn oft hrókur alls fagnaðar í glöðum hópi æskumanna.
Hann er upplesari ágætur, hefur glöggt auga fyrir hinu
broslega og kann með að fara öðrum til ánægju án þess að
samfara sé illkvittni, er særi. Björn hrífst mjög af því, sem