Viðar - 01.01.1939, Page 67
Viðar]
Á ERLENDUM SLÓÐUM
61
En fyrir 102 árum samdi Grundtvig rit til NorSmanna
um að hefjast handa og koma lýðskólahugmyndum sínum
í framkvæmd.
Honum virtust öll sund lokuð í Danmörku fyrir þeirri
hugsjón sinni. Hann hafði þá lengi barizt fyrir því, að
danska ríkið reisti skóla með hans sniði, helzt í Sórey.
Hann vissi að sönnu, að hann átti heima fyrir marga liðs-
menn og skoðanabræður, en hann hugði jarðveginn betri
í Noregi, þar hefðu ekki Róm og Þýzkaland lagt kulda-
hramma sína á frjálsa hugsun.
Og vist voru viðfangsefnin nóg í Noregi. Grundtvig vildi
vekja norska tungu úr gröf sinni. Og víst hafa margir lýð-
háskólarnir norsku haft hið nýja mál ívars Aasens ofarlega
á stefnuskrá sinni og hafa unnið að eflingu þess.
Eitt mál er nauðsyn fyrir eina þjóð. Ærinn auð átti Nor-
egur af sögnum og söngvum með alþýðu, sem draga mátti
fram til að vekja þjóðina til meðvitundar um sjálfa sig,
sögu sína og séreinkenni. Lýðháskólarnir áttu að vera
byggðir á þjóðlegum og kristilegum grundvelli. Og auðvelt
ætti að vera að byggja skóla á kristilegum grundvelli í
Noregi, því að líkur benda til, að Norðmenn séu trúhneigðir.
Óli Vig dó 33 ára gamall árið 1857 án þess að hafa séð
nokkurn skóla með lýðháskólasniði á fósturjörð sinni.
En kennsla hans í öðrum skólum hefur eflaust fengið
snið af skólahugmyndum Grundtvigs. Eins og hann sagði
sjálfur, vildi hann byggja lýðháskóla „í hjarta landsins“,
þ. e. a. s. í einhverju þeirra héraða, sem liggja að Mjörs-
vatninu. Áður en hann lézt, hafði hann mikið ritað um
það og rætt við vini sína.
Einn af þeim hét Ólafur (Olaus) Arvesen. Ekki löngu
eftir dauða Vigs voru eitt sinn tveir stúdentar, sem biðu
fyrir utan háskólann í Oslo að loknum miðdegisverði. Þeir
biðu eftir kennara, sem átti að halda fyrirlestur.
Það voru þeir Ólafur Arvesen og Hermann Anker.
Þeir fóru að tala saman. Arvesen fór að segja Anker frá
Óla Vig og skólahugmynd hans. Hann hafði ekki séð skól-