Viðar - 01.01.1939, Page 93
Viðar]
Guðlaugur Rósinkranz:
Viggbyholmsmótið
á Laugarvatni.
Fyrir sjö árum ákváðu nokkrir leiðtogar sænsku verka-
lýðshreyfingarinnar að gangast fyrir móti til kynningar og
umræðna um ýmis félagsmál, skyldu þátttakendur vera frá
öllum Norðurlöndum og helzt einnig frá Eystrasaltslönd-
unum. Mót þetta var haldið í Viggbyholmlýðskólanum í
Svíþjóð, og síðan hafa mót þessi verið við hann kennd.
Forstöðumönnum mótsins og þátttakendum þótti mót þetta
takast svo vel, að ákveðið var að halda samskonar mót
næsta ár í einhverju af hinum Norðurlöndunum og þannig
áfram til skiptis í þessum löndum til þess, að þátttakendur
kynntust sem bezt löndum og þjóðum, háttum þeirra, hög-
um og menningu.
Síðastliðinn vetur var ákveðið að hafa eitt slíkt mót hér á
landi. Sérstök nefnd var sett á stofn til þess að sjá um
undirbúning. í henni áttu sæti aðalræðismaður Svía, Otto
Johansson, Sigurður Nordal prófessor, Jónas Jónsson al-
þingismaður, Stefán Jóh, Stefánsson ráðherra, Thor Thors
alþingismaður og Guðl. Rósinkranz yfirkennari.
Dagana 27. júní til 4. júlí var svo hið sjöunda Viggby-
holmsmót haldið á Laugarvatni. Þátttakendur voru 50 frá
öllum Norðurlöndunum, en flestir frá Svíþjóð. Auk þess
voru nokkrir fyrirlesararnir sem þátttakendur mikinn hluta
mótsins. Dag hvern voru haldnir 2—3 fyrirlestrar og einn
daginn var auk þess alllangur umræðufundur um norræna
samvinnu. Tvær skemmtisamkomur voru haldnar. Önnur,
þar sem þátttakendur önnuðust að öllu leyti öll skemmti-
atriði, en hin eingöngu með íslenzkum skemmtikröftum.
Fyrirlesarar og fyrirlestraefni voru, sem hér segir: Sig-
urður Nordal prófessor: íslendingar og íslenzk menning;