Viðar - 01.01.1939, Qupperneq 110
104
BORGFIRZK ÆSKA FYRIR SJÖTÍU ÁRUM
LViðar
á þessum árum, að ekki hafi verið lesið og sungið alla daga
frá veturnóttum til páska. Fyrir þessa daglegu iðkun urðu
unglingar, sem nokkra söngrödd höfðu, samæfðir þeim
eldri og lærðu sálmalögin í bernsku. Vissi ég þess dæmi,
að börn innan við fermingu byrjuðu söng við húslestra,
ef þeir, sem stýrðu söngnum venjulega, voru ekki heima.
Við þessa daglegu æfingu urðu unglingar ófeimnir og
komust furðu fljótt upp á lag með að byrja söng í hæfi-
legri tónhæð. Þessi venja, að lesa húslestra og syngja, var
ekki einungis ófrávíkjanleg regla hér um sveitir, þar sem
ég þekkti til. Hið sama gilti og á bændabýlum á Akranesi,
í Reykjavík og í verstöðvunum við sunnanverðan Faxaflóa.
Gisti ég á mörgum bæjum á þessu svæði, og var venjan alls
staðar hin sama.
Ef gestir voru nætursakir, þá voru þeir oft fengnir til
þess að lesa og stýra söng. Langoftast var það svo, þar
sem ég heyrði til, að söngur og lestur fór skipulega fram,
þótt hitt ætti sér stað, að menn skrikuöu til á lagi. En það
olli yfirleitt lítilli truflun eða hneyksli.
Auk sálma voru óspart sungin öll þau kvæðalög, sem
fólkið kunni, en heldur voru þau af skornum skammti
samanborið við yfirstandandi tíma.
Menn voru þá, eins og alla tíð, misjafnlega sönghæfir
að eðlisfari, og alla þekkingu vantaði til þess að samræma
sönginn. Litu víst sumir mest á þann manninn, sem hæst
gat sungið, en gjörði minni kröfur til þess, að röddinni
væri beitt af smekkvísi. í þá daga þótti það ekki lítill vegur
fyrir uppvaxandi pilta, ekki sízt, ef þeir ólust upp í fátækt,
að vera settir í kór til þess að syngja. Lítið dæmi þess er
tilsvar pilts, sem um þessar mundir kom á bæ á heimleið
frá kirkju og var spurður tíðinda. Svaraði hann þá: „Ég
sat í kór og söng í dag og söng andskoti hátt.“
Máltækið segir, að heimskt sé heimaalið barn. Eins og ég
hef lýst hér að framan, voru næstum allir æskumenn hér
heimaalningar fyrir sjötíu árum. Og.séu þeir dæmdir eftir
bókfræðslunni einnþ þá má færa þetta máltæki til sanns