Viðar - 01.01.1939, Page 118
112
BENEDIKT G. M. BLÖNDAL
[Viðar
Benedikt hugsaði mikið um andleg mál og hafði óvenju-
lega sálræna hæfileika. Hann var frjálslyndur og viðsýnn
í þeim málum eins og öðrum. í bréfi til mín frá 1925 kemst
hann svo að orði: „Ég trúi því, að sjálfsvitund mannsins
sé ódauðleg, að tilverustig sé til fyrir utan okkar sýnilega
svið, að það sé samband milli þessara sviða, ef viss skilyrði
eru fyrir hendi. Lestur, samtöl, reynsla og skynsamleg um-
hugsun sannfæra mig um þetta.“
Þau hjónin, Sigrún og Benedikt Blöndal, hafa unnið á
Hallormsstað merkilegt landnemastarf og mótað þar mark-
verða skólastofnun. Þótt frú Sigrún Blöndal hafi mikils
misst, þá hygg ég að henni sé ljúft að heiðra minningu
göfugs eiginmanns með því að vinna áfram að því starfi,
sem þau hafa helgað krafta sína hin síðari ár, og hann er
nú kallaður frá.
Þegar sólin gyllir land og sæ, og loftið angar af ilmi blóm-
anna, þá minnist ég Benedikts Blöndal. Ég minnist hans
með innilegu þakklæti fyrir það, hvað hann var mér, og
ég veit, að svo muni þessu farið um flesta nemendur hans.
Ég minnist Benedikts Blöndal á hinum sólríku sumar-
dögum og trúi því, að honum hafi orðið að ó'dauðleikatrú
sinni. í hug mér sé ég hann í sóllýstu sumarlandi, þar sem
loftið angar af ilmi unaðslegra blóma.
Akureyri, 12. júlí 1939.