Viðar - 01.01.1939, Page 163
Viðar]
FRÉTTIR AF LAUGVETNINGUM
157
Björn Guðmundsson frá Kópaskeri var á skrifstofu S. í. S. í Leith.
Baldur Gunnarsson var heima í Þverárdal s. 1. ár.
Björg Ríkarðsdóttir var í föðurgarði í Reykjavík. Vann á nuddlækn-
ingastofu.
Bjarni Þórðarson vann á búi föður síns á Reykjum á Skeiðum.
Daníel Ágústínusson var kennari við barnaskólann í Stykkishólmi
og ferðaðist um Borgarfjörð og víðar og flutti erindi á vegum U. M. S. í.
Daníel Brandsson er giftur austfirzkri konu og býr í Fróðhúsum í
Borgarhreppi.
Einar Vernharðsson stundaði garðyrkju í Reykjavík ásamt Gunnari
bróður sínum.
Eyþór Einarsson var heima á Laugum s. 1. ár. Sama er að segja
um Ingimund, bróður hans.
Egill Þorfinnsson stundaði skipasmíði í Reykjavík.
Ebbi Jens Guðnason býr vestur í Dölum, föðurlandi sínu.
Elín S. Árnadóttir vann í ullarverksmiðjunni Gefjun á Akureyri,
en fluttist s. 1. haust til ísafjarðar og giftist Guðbjarna Þorvalds-
syni mjólkurbússtjóra. Þau kynntust hér á Laugarvatni.
Einar A. Helgason var verkstjóri á Patreksfirði. Hann er giftur
Helgu Bergmundsdóttur, sem var honum samtímis hér.
Eiríkur Bjarnason frá Hlemmiskeiði var sem fyrri utanbúðarmaður
við Kaupfélag Árnesinga á Selfossi.
Eiríkur Guðjónsson var heima í Ási í Holtum.
Eiður Haraldsson frá Austurgörðum lærir skósmíði á Akureyri.
Eiríkur Guðnason var heima á Votumýri hjá foreldrum sínum. Var
að læra á harmóníum s. 1. vetur í Reykjavík.
Erlendur, Sigríður og Kolbeinn, systkinin frá Hamarskeiði, hafa öll
verið heima við bú foreldra sinna, nema Kolbeinn var á Laugar-
vatni s. 1. vetur og hafði umsjón með rafstöð skólans o. fl., en
stundaði jafnframt nám í skólanum.
Ebeneser Guðjónsson frá Kjarlaksstöðum lauk námi í Samvinnu-
skólanum. Það vitum við um hann síðast.
Eiríkur Eyvindsson vann heima í Útey s. 1. ár.
Fanney Pétursdóttir vann við afgreiðslu Tímans í Reykjavík.
Fríða Stefánsdóttir úr Ólafsvík kenndi leikfimi í Reykjavík um
veturinn, en sund á Laugarvatni um sumarið
Friðrika Jóhannesdóttir frá Patreksfirði vann á símastöðinni á
Akureyri.
Guðlaugur Sigurðsson vann sem áður í tréverksmiðjunni Fjölni í
Reykjavík.
Gunnar Eggertsson var sölumaður smjörlíkisgerðar í Reykjavik,
en er nú tollþjónn.
Guðrún Guðmundsdóttir vann við kaupfélagið á Hvammstanga.