Viðar - 01.01.1939, Page 169
Viðar]
PRÉTTIR AF LAUGVETNINGUM
163
í þjónustu Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara og fór í leikfimiflokki
Ármanns á fimleikamót í Stokkhólmi í sumar.
Sverrir Björnsson er bóndi í Viðvík í Skagafirði.
Sigmundur Björnsson er verzlunarmaður á Akureyri í þjónustu
Kaupfélags Eyfirðinga.
Skafti Pétursson er giftur í Dilksnesi í Hornafirði.
Sturla Þórðarson frá Bási var sjúklingur á Kristneshæli í fyrra
sumar, batahorfur voru þá góðar, og er hann vonandi „útskrifaður"
þaðan.
Sigurður Elíasson stundaði nám við búnaðarháskóla í Danmörku.
Vann á bóndabýli á Jótlandi um hríð.
Svanhvít Ólafsdóttir vann í veitingahúsinu Vík í Reykjavík.
Sigrún Jónsdóttir frá Höfn í Hornafirði var í Kennaraskólanum í
Reykjavík.
Systkinin, Steinunn Indriöadóttir og Vilmundur frá Arnarholti, unnu
heima í föðurgarði.
Sigfinnur Pálsson frá Hoffelli vann í silfurbergsnámum á sumrum,
en var hér tvo s. 1. vetur í skólanum.
Sigurður Arason frá Borg og Tryggvi Sigjónsson frá Hólmi við
Hornafjörð voru á fornum stöðvum við sömu störf og áður.
Vilhjálmur Guðmundsson vann heima á Syðra-Lóni að búskap.
Vilhjálmur Hjálmarsson er giftur og vinnur að búinu að Brekku í
Mjóafirði.
Valdimar Elíasson frá Saurbæ var fyrst við kaupfélagsverzlun á
Rauðalæk, en síðar við nám í Svíþjóð.
Unnur Óladóttir frá Nesi var fótasnyrtingarkona í Reykjavík.
Valgerður Magnúsdóttir frá Hellnatúni vann í prentsmiðju í Reykja-
vík.
Valgerður Magnúsdóttir frá Klöpp í Borgarnesi hafði atvinnu í
Reykjavík.
Viggó Þorgilsson var háseti á flutningaskipinu Heklu.
Valdimar Jónsson frá Flugumýri var nemandi í alþýðuskóla í Reykja-
vík s. 1. vetur.
Lína Þorkelsdóttir frá Miösitju, Ólafur Jóh. Jónsson frá Langey,
Vilhjálmur Jónsson frá Hafnarfirði voru öll hér í skólanum s. 1. vetur
og hurfu heim um vorið.
Þorsteinn Björnsson frá Berunesi og Lovísa Einarsdóttir, sem bæði
voru hér samtímis, bjuggu á Vattarnesi við Reyðarfjörð, er síðustu
fregnir bárust af þeim.
Þórður Magnússon stundar sjómennsku. Var hann um eitt skeið við
síldarverksmiðjuna á Djúpuvík.
Þorkell Á. Þórðarson hefur unnið heima á Eystra-Hóli í Landeyjum.
11*