Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 32
32 Baráttuþrek
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
H
austið 2006 sprakk
sprengja á þaki húss í
útjaðri bæjarins Yusi-
fiyah suðvestur af
Bagdad með þeim af-
leiðingum að tveir bandarískir her-
menn týndu lífi og sá þriðji, Ivan
Castro liðsforingi, slasaðist lífs-
hættulega. Sprengjubrot læsti sig í
líkama hans, mölvaði handlegg og
öxl og olli verulegum skaða í andliti,
auk þess sem lungun féllu saman.
Eftir að gert hafði verið að sárum
Castros til bráðabirgða í Írak var
hann fluttur á hersjúkrahús í Mary-
land. Þar var honum vart hugað líf.
Fjarlægja þurfti annan vísifingur
liðsforingjans en það var hátíð sam-
anborið við ástand augna hans. Það
hægra hafði hreinlega orðið eftir á
þakinu í Yusifiyah og málmflís sat
föst í því vinstra. Ekki var hægt að
bjarga sjóninni á því auga.
Castro var haldið sofandi í sex
vikur og alls liðu tveir mánuðir uns
hann var útskrifaður af spítalanum.
Sjónmissirinn var vitaskuld þungt
högg fyrir mann sem haft hafði við-
urværi sitt af því að stökkva út úr
flugvélum og stjórna hermönnum í
bardaga en Castro var hvergi af
baki dottinn. „Þegar maður er orð-
inn blindur þarf bara að setja sér ný
markmið,“ sagði hann nýverið í sam-
tali við AP-fréttastofuna.
Ætlaði alltaf aftur í herinn
Meðan Castro lá enn á sjúkrabeð-
inum setti hann sér strax það mark-
mið að hlaupa maraþon og það
hvarflaði ekki að honum eitt augna-
blik að yfirgefa herinn sem hann
hefur þjónað í átján ár. Eftir sautján
mánuði í endurhæfingu sneri hann
aftur til starfa. Hann er með gervi-
auga og annar handleggurinn ber
þess merki að hafa orðið sprengju
að bráð. Að öðru leyti er Castro vel
á sig kominn – líkamlega og and-
lega.
Samkvæmt tölum frá í sumar hafa
eitt hundrað bandarískir hermenn
snúið blindir heim frá skyldustörf-
um í Írak og 247 til viðbótar misst
sjón á öðru auga. Raunar fullyrða
Samtök blindra hermanna í Banda-
ríkjunum að augnáverkar séu þriðja
algengasta ástæðan fyrir því að her-
menn þurfa á aðhlynningu að halda í
Írak á eftir heilaáverkum og áfalla-
röskun.
Aðeins þrír blindir menn þjóna í
bandaríska hernum í dag og Castro
er sá eini sem er meðlimur í sér-
sveitunum sem sérhæfa sig í bar-
dögum við afar erfið skilyrði. Inn-
tökuprófið í þær sveitir er víst ekki
á færi vesalinga. Hinir tveir hafa
skrifstofustörf með höndum.
„Ég er ekki hingað kominn til að
sitja á rassinum á einhverri skrif-
stofu. Ég verð að hafa skýr mark-
mið og láta á getu mína reyna á
hverjum degi,“ sagði Castro við AP
en hann starfar á vegum 7. sérsveit-
arinnar í Bragg-virki. Ekki er ráð-
gert að senda Castro á vígvöllinn en
hann mun taka þátt í svo til öllum
undirbúningi fram að því. Þá hefur
hann umsjón með því að skerpa á
spænskukunnáttu hermanna en
Castro fæddist á Púertó Ríkó.
„Hlutverk mitt er að styðja við
bakið á mönnum mínum og gera
þeim kleift að leysa sín verkefni með
farsælum hætti,“ segir Castro.
Engin brjóstgæði
Yfirmaður hans, Sean Mulholland
ofursti, staðfestir að hér sé engin
meðaumkun á ferð, þvert á móti hafi
sérsveitin mikil not fyrir þekkingu
Castros og reynslu. „Það þjónar
enginn í 7. sérsveitinni nema hann
hafi burði til þess,“ segir Mulhol-
land.
Thomas Zampieri hjá Samtökum
blindra hermanna tekur í sama
streng. „Það sem Ivan er að gera er
frábært fordæmi fyrir blint fólk og
staðfestir að það getur hæglega tek-
ist á hendur spennandi og þýðing-
armikil störf,“ segir hann.
Castro hefur aðstoðarmann en
hann hefur eigi að síður lagt áherslu
á að læra allar helstu leiðir innan
virkisins, m.a. með því að telja
skrefin milli bygginga. „Það segir
sig sjálft að Ivan getur ekki gert allt
eins og sjáandi maður en hann finn-
ur alltaf leið til að standa skil á sín-
um verkefnum. Það sem vekur
mesta aðdáun hjá mér er aftur á
móti sú staðreynd að hann skuli
áfram vilja þjóna landi sínu eftir allt
sem á undan er gengið. Eins lengi
og Ivan vill vera í hernum hefur
hann minn stuðning,“ segir Mulhol-
land.
Og kappinn hefur gert gott betur
en halda sjó eftir að hann sneri aftur
því í febúar síðastliðnum var hann
hækkaður í tign og gerður að höf-
uðsmanni.
Castro hefur látið málefni blindra
til sín taka eftir áfallið og meðal
annars átt fundi með þingmönnum
um aukna fjárveitingu vegna end-
urhæfingar fólks sem misst hefur
sjónina.
Ætlar í Járnmanninn
Castro æfir af kappi, einkum
langhlaup og lauk Boston-maraþon-
inu fyrr á þessu ári ásamt félaga sín-
um úr hernum. Hann ræðst greini-
lega ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur en næsta markmið er hin
ofurmannlega þríþraut Járnmað-
urinn á Hawaii en þar þarf hann að
synda, hjóla og hlaupa. Einnig hefur
sést til hans á skíðum.
Castro er þekktur fyrir jákvæðni
og hressilegt viðmót í Bragg-virki.
Að sögn AP liggur honum víst hátt
rómur. En hann gerir líka kröfur til
sinna manna. Þegar Castro hækkaði
birgðavörð í tign á dögunum gerði
hann það með þeim orðum að hann
ætti ávallt að standa sig eins og
hann væri tveimur flokkum ofar.
„Í sérsveitunum eiga allir að
stefna að því að fara fram úr vænt-
ingum. Það er mitt viðhorf. Þar er
enginn undanskilinn, allra síst ég
sjálfur. Ég krefst þess að fá sömu
meðferð og aðrir yfirmenn og vil
ekki að nokkur maður sjái aumur á
mér og láti mig hafa eitthvað sem ég
hef ekki unnið fyrir.“
Blindi hermaðurinn
Ákveðinn Það hvarflaði ekki að Ivan Castro að láta af herþjónustu enda þótt hann hafi misst sjónina.
IVAN CASTRO HÉLT
ÁFRAM HERMENNSKU
ÞRÁTT FYRIR AÐ HAFA
MISST SJÓNINA Í
SPRENGJUÁRÁS OG
HEFUR NÚ VERIÐ
HÆKKAÐUR Í TIGN
Í HNOTSKURN
»Ivan Castro er fertugur aðaldri, fæddur árið 1968 í
Trujillo Alto á Púertó Ríkó.
»Eiginkona hans, EvelynGalvis, er talmeinafræð-
ingur en lét af störfum til að
hjálpa bónda sínum að ná
heilsu og vera honum innan
handar.
»Castro á fimmtán ára sonfrá fyrra hjónabandi.
AP
Í fantaformi Ivan Castro á hlaupaæfingu í Bragg-herstöðinni ásamt tveimur
félögum sínum. Hann hleypur jafnan með aðstoðarmann sér við hlið.
Bandaríski uppfinningamað-urinn Elias Howe er sagðurhafa fengið hugljómun í
draumi að vél, sem hann hafði
lengi pælt í og átti að verða hið
mesta þarfaþing; saumavél. Hug-
mynd hans gekk út á vél með nál
og þræði sem átti að fara gegnum
efnisbút – spor eftir spor. Vandinn
var sá að honum var ómögulegt að
finna út með hvaða hætti slíkt
væri mögulegt. Fyrst reyndi hann
að nota nál með oddi á báðum
endum og gati í miðjunni, en sú
tækni reyndist ónothæf.
Þá vildi honum til happs nótt
eina að hann dreymdi að hópur
indíána hefði tekið hann til fanga.
Þar sem þeir dönsuðu í kringum
hann með spjót í hendi tók hann
eftir að spjótin voru öll með gati
nálægt öðrum endanum.
Þegar hann vaknaði áttaði hann
sig á að lausnin á vandanum var í
hendi. Með því að hafa gatið, þ.e.
nálaraugað, nálægt oddinum, var
hægt að grípa þráðinn eftir að
hann hafði farið gegnum efnið.
Howe breytti hönnun sinni í sam-
ræmi við drauminn og þá skipti
engum togum að vélin virkaði eins
og sannkölluð saumavél.
Margir höfðu gengið með sömu
hugmynd í kollinum, t.d. Walter
Hunt, sem fann upp öryggisnæl-
una, en Howe náði forskotinu og
fékk einkaleyfi fyrir saumavélina
1846. Átta árum síðar þurfti hann
þó að verja leyfið því landi hans,
Isaac Singer, hafði komið fram
með saumavél, sem var með sams
konar stingsaumi og saumavél Ho-
wes.
Elias Howe setti á laggirnar
saumavélafyrirtæki í Connecticut
1865, en lést tveimur árum síðar,
aðeins 48 ára og þá orðinn marg-
faldur milljónamæringur. Sama ár
vann uppfinning hans til gull-
verðlauna á heimssýningunni í
París 1867.
Saga hlutanna | Saumavélin
Hugljómun í draumi
Saumavél Árið 2004 bættist nafn
Elias Howes á lista hjá Frægðarhöll
bandarískra uppfinningamanna.