Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 13
maður í knattspyrnu en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Leiðin er löng og þetta er harður heimur sem snýst ekki bara um að mæta á æfingar og leika sér í fótbolta. Álagið og kröf- urnar eru miklar og svo bíða liðs- félagarnir færis að hirða af manni stöðuna standi maður sig ekki í stykkinu. Það er bara hálfur sigur að komast í liðið. Maður þarf að standa sig á vellinum í sterkustu deild í heimi þar sem gríðarlegir fjármunir eru í húfi. Að ekki sé talað um stoltið. Ég þekki marga leikmenn sem höfðu meiri hæfileika en ég en hafa því miður ekki náð alla leið.“ Þegar ég bít eitthvað í mig... Hann kveðst hafa bitið í sig sem ungur drengur á Siglufirði að verða atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég fékk fótboltabakteríuna ungur að ár- um og hef allar götur síðan verið að setja mér markmið. Þegar ég bít eitthvað í mig er ekki svo auðvelt að fá mig ofan af því. Auðvitað gat ég aldrei verið viss um að þetta gengi upp en ég var alltaf staðráðinn í að reyna. Það er alltaf betra að sætta sig við orðinn hlut hafi maður lagt sig allan fram. En hingað til hefur þetta gengið vonum framar og fyrir það er ég ákaflega þakklátur.“ Þegar Grétar nær ákveðnu mark- miði setur hann sér jafnan nýtt og háleitara markmið. Þannig hefur ferill hans verið. Eitt af fyrstu mark- miðunum var að leika með meist- araflokki. Því náði Grétar rétt kom- inn úr mútum, fimmtán ára heima á Siglufirði. „Þjálfararnir fundu fljótt að ég var metnaðarfullur og tilbúinn að leggja mikið á mig. Fyrir vikið gerðu þeir miklar kröfur til mín. Foreldrar mínir stóðu líka þétt við bakið á mér, án þess þó að setja á mig of mikla pressu. Ég hef alla tíð verið heppinn að hafa gott fólk á bakvið mig þegar taka hefur þurft stórar ákvarðanir.“ Lengi býr að fyrstu gerð. Grétar lék tvö sumur með KS í neðri deildum Íslandsmótsins áður en honum skolaði á land á Akranesi. „Skaginn var með sterkt lið á þess- um tíma og menn spurðu hvort ég vildi ekki frekar fara í lið þar sem ég ætti möguleika á að spila. Það við- mót hvatti mig ennfrekar til dáða. Ég bjó að því að hafa spilað í meist- araflokki og vann mér tiltölulega fljótt sæti í Skagaliðinu. Óli Þórðar hikaði ekki við að henda mér út í djúpu laugina. Fyrir það er ég hon- um ævinlega þakklátur. Árin á Akra- nesi voru í senn skemmtileg og lær- dómsrík.“ Samhliða sparkiðkun sat Grétar á skólabekk í Fjölbraut á Akranesi og lauk þaðan stúdentsprófi. „Það kom aldrei til greina að fara í atvinnu- mennsku fyrr en ég væri búinn að klára skólann. Maður verður að hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Þegar Grétar hafði sett stefnuna út í heim varð hann aftur á móti fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Þau meiðsli seinkuðu brottför hans um ár. „Það er alltaf vont að meiðast illa, ekki síst á þessum aldri, þá á maður á hættu að missa jafnaldrana fram úr sér. Ég þurfti að hafa veru- lega fyrir því að koma mér á ról aftur en það kom aldrei annað til greina en að ná fullum bata og vinna upp tím- ann sem fór til spillis.“ Lærdómsrík dvöl í Hollandi Grétar hóf feril sinn sem atvinnu- maður hjá Young Boys í Sviss árið 2004 en gekk nokkrum mánuðum síðar til liðs við AZ Alkmaar. Hann segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að hefja ferilinn í smærri deildum á meginlandinu. „Ég kaus að byrja þar til að læra meira um leikskipulag og bæta tæknina. Lík- amlega er ég mjög sterkur og alltaf í góðu formi, þannig ég vissi að tækist mér að bæta hinum þáttunum við ætti ég góða möguleika á að komast að hjá félagi í Englandi, Þýskalandi eða Spáni. Það varð raunin.“ Eins og alþjóð veit hefur Grétar átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Hefur leikið 29 landsleiki og skorað í þeim 4 mörk. Grétar hefur komið sér vel fyrir í Bolton ásamt eiginkonu sinni, Ma- nuelu Ósk Harðardóttur, fyrrver- andi fegurðardrottningu Íslands, og tæplega fjögurra ára gömlum syni þeirra, Jóhanni Grétari. „Við búum skammt frá leikvanginum og æf- ingasvæðinu og alveg við skólann sem strákurinn er í. Þetta gæti ekki verið betra. Fólkið hérna er ynd- islegt og vill allt fyrir okkur gera. Það er virkilega gott að búa í Bret- landi.“ Sem frægt er skarst í odda með Íslendingum og Bretum í haust vegna hinna alræmdu Icesave- reikninga. Grétar kveðst ekki hafa orðið var við andúð af því tilefni. „Ég held að Bretar geri sér alveg grein fyrir því að hinn almenni Íslend- ingur bar enga ábyrgð á banka- hruninu heima. Mér hefur alla vega ekki verið kennt um það. Liðsfélag- arnir nýttu þó tækifærið og spaug- uðu með þetta. Spurðu m.a. hvort þeir þyrftu að efna til samskota fyrir mig. En þeir hættu ekkert að gefa boltann á mig í leikjum,“ segir hann og hlær. Með báða fætur á jörðinni Kastljósið er skært í Englandi, þar sem almenningur ber knatt- spyrnumenn á höndum sér. Grétar viðurkennir að athyglin sé meiri þar en í Hollandi en er staðráðinn í að láta hana ekki slá sig út af laginu. „Það eru forréttindi að vera hérna en maður verður að hafa báða fætur á jörðinni. Daginn sem ég fer að líta á það sem sjálfsagt mál að vera at- vinnumaður í Englandi er ég búinn að vera. Það er mikilvægt að gleyma ekki uppruna sínum. Einu sinni var ég bara lítill gutti með hor og slef að horfa á fótbolta á Siglufirði.“ Annars segir hann sviðsljósið lítið trufla sig. Það venjist og sé ekki eins mikilfenglegt og margur held- ur. „Ég les til dæmis aldrei umsagn- ir um leiki í blöðum. Þær eru oft og tíðum óttalegt bull, auk þess sem það þarf ekki mann úti í bæ til að segja mér hvort ég hef spilað vel eða illa. Ég veit það sjálfur. Meðan þjálfarinn heldur mér í liðinu er ég líka í góðum málum.“ Félagaskiptaglugginn í Englandi opnar um áramótin og í ljósi fram- göngu Grétars undanfarið ár kæmi ekki á óvart að önnur og stærri fé- lög sýndu honum áhuga. Því fer þó fjarri að hann sé farinn að pakka. „Það er ótímabært að velta þessu fyrir sér. Mér líður vel og gengur vel hjá Bolton og á þessari stundu kemst ekkert annað að en gera sitt besta fyrir félagið. Ég veit hins veg- ar að hlutirnir geta gengið hratt fyr- ir sig í þessum heimi, eitt símtal og einn flugmiði geta gjörbreytt öllu. En þetta er miklu frekar undir fé- laginu komið en mér sjálfum og meðan ég heyri ekkert frá því ein- beiti ég mér bara að því að spila hér og njóta þess að vera kominn í bestu deild í heimi.“ Lítill maður án fjölskyldunnar Hann leggur líka áherslu á að þetta sé ekki bara hans ákvörðun. „Komi tilboð frá öðru félagi sem Bolton sættir sig við þá mun ég setj- ast niður með fjölskyldunni og vega og meta hvort rétt sé að taka því. Allar svona ákvarðanir tökum við í sameiningu. Maður getur þurft að hendast heimshornanna á milli með engum fyrirvara og það er því eins gott að fjölskyldan sé með í ráðum.“ Hann segir konu og barn raunar hafa algjöran forgang í sínu lífi. „Maður er ekki mikill maður án fjöl- skyldunnar. Við stöndum í þessu saman. Það er ómetanlegt að slappa af í faðmi fjölskyldunnar og gleyma álaginu sem fylgir vinnunni. Ma- nuela sér um heimilið og við reynum að verja miklum tíma saman. Þetta er forréttindalíf í þeim skilningi að vinnudagurinn er alla jafna stuttur og maður hefur því góðan tíma fyrir fjölskyldu og vini. Það er heldur ekkert leyndarmál að starfið er vel launað og við getum fyrir vikið leyft okkur ýmislegt sem aðrir geta ekki. Fyrir það erum við þakklát.“ Ekki þarf að spyrja um helsta áhugamálið, það er vinnan, en hvað skyldi Grétar Rafn bauka þar fyrir utan. „Það er nú það,“ byrjar hann hugsi. „Konan gaf mér gítar í brúð- kaupsafmælisgjöf og það kemur gít- arkennari hingað heim einu sinni í viku. Það er aðalhobbíið þessa dag- ana. Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni þegar maður hættir að spila fótbolta.“ Við nánari athugun kemur í ljós að gítarnámið á sér aðdraganda. „Flestir vinir mínir spila á gítar og þegar við komum saman er gítarinn látinn ganga. Ég var orðinn þreytt- ur á því að hann skyldi alltaf hoppa yfir mig en nú stendur það til bóta. Ætli ég sleppi honum nokkuð þegar ég fæ hann næst í hendur!“ Hjónin hafa líka mikið yndi af kvikmyndum og Grétar segir enga mynd framhjá þeim fara. „Svo gagnrýnum við þær harðlega á eft- ir.“ Ferill knattspyrnumanns er ekki langur, flestir leggja skóna á hilluna frægu vel fyrir fertugt. Grétar er meðvitaður um það en hann verður 27 ára í janúar. „Auðvitað hugsar maður í og með um framtíðina. Ég er í ágætri aðstöðu til að leggja fyrir og hef gert það. Aðalmálið í mínum huga er að tryggja okkur sem fjöl- skyldu. Mig langar að vera sem lengst hérna í Englandi og vonandi á ég allmörg góð ár eftir í boltanum. Þetta starf er öðrum þræði ævintýri og ég gæti vel hugsað mér að prófa að spila í einu eða tveimur löndum í viðbót áður en ég hætti, t.d. í Bandaríkjunum eða einhverju fram- andi landi eins og Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum. Við sjáum til.“ Grétar viðurkennir að hann sé ekki búinn að ákveða hvað hann vilji taka sér fyrir hendur þegar ferl- inum lýkur. „Ég er mjög ánægður með að hafa klárað fjölbraut áður en ég fór utan og það gefur mér ýmsa möguleika. Sumir hafa spurt hvers vegna ég sé ekki í námi með bolt- anum núna en ég get fullvissað fólk um að ég hef engan tíma til þess. Álagið er það mikið. Ég setti á lagg- irnar knattspyrnuskóla heima á Ís- landi síðasta sumar og mun halda áfram að byggja hann upp á næstu árum. Það er verðugt verkefni. Síð- an er alltaf möguleiki að fara út í þjálfun eins og svo margir atvinnu- menn hafa gert.“ Áhugamaður um pólitík Grétar gerir stutt hlé á máli sínu en vendir svo kvæði sínu alveg í kross. „Síðan hef ég mikinn áhuga á pólitík. Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því. Ég fylgist vel með og hef mínar skoðanir á hlutunum. Ég gæti líka hugsað mér að vinna í sjónvarpi. Kannski verður Guðni Bergs ennþá með þáttinn sinn þegar ég hætti að spila. Fót- boltinn breytist hratt og ég get örugglega hjálpað gamla manninum með þáttinn og komið með ný sjón- armið,“ segir Grétar í léttum dúr. Einmitt það. Lýst hefur verið eft- ir nýju blóði í stjórnmálum á Íslandi og við blasir að spyrja Grétar hvort hann hafi einhver ráð fyrir þjóð í nauð. „Kannski ekki bein ráð til að fara eftir en að mínu viti er mik- ilvægast að þjóðin standi þétt sam- an við þessar erfiðu aðstæður og leggist á eitt við uppbyggingu sam- félagsins eftir bankahrunið. Við megum öll líta í eigin barm, þjóðin fór á fyllerí og þótt sumir hafi geng- ið lengra en aðrir þjónar engum til- gangi að benda á einhverja söku- dólga öðrum fremur. En menn eru auðvitað komnir á býsna mikið flug þegar þeir fá Elton John í afmælið sitt. Aldrei hef ég gert það, þótt það væri örugglega gaman. En það hef- ur ekkert upp á sig að velta sér upp úr því sem er búið og gert. Við eig- um miklu frekar að líta björtum augum fram á við og leggja okkur öll fram um að komast yfir þessa erfiðleika. Öll él birtir upp um síðir.“ ennsku Action Images Sókndjarfur Grétar Rafn Steinsson skorar eftirminnilegt mark fyrir Bolton gegn Stoke City í ágúst síðastliðnum. „Richard Cresswell var eitthvað að reyna að verjast þessu en það þýddi auðvitað ekkert,“ segir hann léttur í bragði. 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Komið og heimsækið okkur Allar verslanir opnar kl. 10-22 alla daga til jóla ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ Jól á Skólavörðustígnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.