Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 56
56 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Öll minningarkort – einn vefur www.minningarkort.is ✝ Magnea Ás-mundsdóttir, Maggý, eins og hún var oftast kölluð, fæddist í Reykjavík 5. júní 1923. Hún lést á Landspít- alanum að kvöldi föstudagsins 12. des- ember síðastliðins. Hún var dóttir hjónanna Ásmundar Jónssonar sjómanns, 15. febrúar 1874, d. 22. apríl 1952 og Sigríðar Magn- úsdóttur húsmóður, f. 24. sept- ember 1882, d. 13. maí 1961, sem þá höfðu nýverið ruglað saman reytum sínum og stofnað heimili á Hverfisgötu 58. Ásmundur var sonur hjónanna Jóns Ásmunds- sonar og Salvarar Ögmundsdóttur á Stóru-Borg í Grímsnesi en Sig- ríður var dóttir hjónanna Magn- úsar Magnússonar og Aldísar Helgadóttur á Litlalandi í Ölfusi. Eina systur átti Maggý, Aldísi Jónu, f. 9. maí 1922, d. 14. febr- steinsdóttur og Ólaf Krist- jánsson. Barnabörn Maggýjar og Óla eru 13 og barnabarnabörnin 19. Maggý stundaði nám í Héraðs- skólanum á Núpi í Dýrafirði eft- ir skyldunám í Austurbæjarskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Þá fór hún í hárgreiðslunám og lauk sveinsprófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Starfaði hún lengi við iðngrein sína ásamt heimilisstörfum. Um nokkurt skeið vann Maggý á saumastofu Kleppsspítala. Stofnuðu Maggý og Óli heimili á Hverfisgötunni og bjuggu þar uns þau fluttu snemma á sjötta áratugnum í nýreist einbýlishús á Fögrubrekku 23 í Kópavogi. Garðurinn við það hús bar fag- urt vitni smekkvísi húsfreyj- unnar en hluti hans var helg- aður jurtum úr íslenskri náttúru. Eftir tuttugu ár í Fögrubrekkunni fannst þeim rétt að minnka við sig og festu þau þá kaup á íbúð á Kleppsvegi 120 með góðu útsýni yfir sundin blá. Er Óli lést höfðu þau nokkru áður flust á Skúlagötu 20 þar sem þau undu hag sínum vel. Útför Magneu fór fram frá Digraneskirkju 20. desember, í kyrrþey. úar síðastliðinn, gift Jóhannesi Guðnasyni iðnrekanda, d. 1990. Hinn 9. maí 1945 gekk Magnea að eiga Ólaf Tímót- heusson, f. 5. apríl 1920, d. 2. jan 2002. Vann Óli nær allan sinn starfsaldur hjá Póstinum, lengst af sem fulltrúi á Bögglapóststofunni. Foreldrar hans voru hjónin Tímótheus Dósótheusson, 1881- 1958, og Guðbjörg Jónsdóttir, 1876-1940, er bjuggu sín búskap- arár á Bolungarvík. Maggý og Óli eignuðust þrjú börn. Þau eru Arnbjörn stýrimaður og sendi- bifreiðarstjóri, f. 23. ágúst 1945, kvæntur Jónu Waage; Guðbjörg Sigríður tækniteiknari, f. 23. sept. 1946, var gift Eysteini Þor- valdssyni; og Ásdís kennari, f. 17. júlí 1957, gift Jóni Þorgilssyni. Enn fremur ólu þau Maggý upp börn Guðbjargar, Björgu Ey- Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur og auðvitað fyllist hjartað af sorg, en þá skiptir mestu máli að muna eftir góðu stundunum sem voru ekki svo fá- ar. Það er ekki ofsagt að þú og afi hafið átt þó nokkuð í mér því fyrir utan öll árin sem ég bjó hjá ykkur meðan ég var í menntaskóla eru ótal minningar af samverustund- um okkar sem koma upp í hug- ann. Ég fékk ósjaldan að fara með ykkur í ferðalög að Laugarvatni, í Munaðarnes og víðar og svo voru það allar leikhúsferðirnar og jafn- vel eldriborgaraferðir á söngkvöld og listasöfn sem ég hafði (stund- um óvænt) mikið gaman af og minnist með hlýju. Ég tók því ef til vill oft sem sjálfsögðum hlut að fá að búa hjá ykkur en var engu að síður óend- anlega þakklátur fyrir það hvað þið studduð mig dyggilega í nám- inu því að, eins og Björg sagði í afmælisræðunni til þín í sumar, lögðuð þið alltaf mikla áherslu á að við afkomendur ykkar myndum ganga menntaveginn. Þú hafðir sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og varst ófeimin við að láta þær í ljós, en elskaðir okkur samt öll skilyrð- islaust í gegnum þykkt og þunnt og sumt það fallegasta sem nokk- ur hefur sagt við mig kom frá þér. Síðustu árin var ég kannski ekki alltaf duglegur að heimsækja þig, en fannst alltaf jafn gott að koma til þín og þakka fyrir að Kári fékk að kynnast þér. Eftir að við fluttum til Danmerkur reyndi ég að halda sambandi og mun allt- af þakka fyrir að hafa náð að kveðja þig áður en yfir lauk. Nú ertu farin, amma mín, en það er góður félagsskapur sem bíður þín hinum megin, afi, Jóna, Jói og fleiri. Ég á eftir að sakna þín mikið en góðu minningarnar munu alltaf lifa. Hvíl í friði, elsku amma. Þorgils. Elsku amma Maggý er dáin. Hjartans þakkir færum við þér og afa fyrir öll yndislegu árin sem við fengum að eyða með ykkur. Frábæru sumarfríin þar sem við keyrðum með ykkur um Ísland og þá oft með hjólhýsið í eftirdragi. Alla yndislegu morgnana í Fögru- brekku og á Kleppsveginum þeg- ar við vöknuðum við ristabrauðs- lyktina. Þið afi stóðuð í eldhúsinu og skáruð banana á ristabrauðið og buðuð okkur kakó með. Heim- ili ykkar var alltaf svo fallegt, blómadýrð mikil og allt var á sín- um stað. Oft sátum við í ruggu- stólnum undir stóru klukkunni eða í fallega sófasettinu ykkar og flettum gömlum myndum. Þá leið okkur vel. Það var alveg sama hvenær við heimsóttum ykkur, alltaf töfraðir þú fram veislu. Bakaðir tertur og vöfflur og hit- aðir súkkulaði með. Þá skipti engu máli þótt verkir hrelldu þig, aldrei máttir þú heyra á það minnst að sleppa því að hafa til og bera á borð kræsingar fyrir okk- ur. Þú varst ávallt fyrirmyndar húsmóðir og gestgjafi. Takk elsku amma fyrir að sýna okkur alltaf hlýju og væntumþykju, vera hreinskilin og um leið fylla líf okkar gleði og hamingju. Þín verður sárt saknað. Nú eruð þið afi sameinuð á ný. Guð blessi þig elsku amma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Oddný, Nína, Heiða og Ólafur. Það var fyrr en ég bjóst við að kæmi að kveðjustund okkar Maggíar, minnar kæru móður- systur. Það er stutt síðan ég átti við hana langt samtal þar sem við ræddum nýjustu stöðuna í þjóð- málunum og skófum ekki utan af áhyggjum okkar frekar en fyrri daginn. Svo þegar ég leit inn til hennar á Landspítalanum í liðinni viku þá hafði henni þyngt mjög skyndilega og lá fyrir dauðanum. Lést hún það sama kvöld. Ég er ákaflega þakklát fyrir að ég skyldi eiga þessa stuttu stund með henni og nánum ættingjum hennar þennan dag og finna að hún var skýr í hugsun og þekkti mig. En mér var óneitanlega mjög brugðið og það rann upp fyrir mér þegar ég kvaddi hana hversu samofið líf mitt og þess- arar konu hafði verið alla tíð. Þegar ég fæddist bjuggu mamma mín og pabbi í sambýli við Maggí og mann hennar Óla í húsi móðurforeldra minna á Hverfisgötu 58 í Reykjavík. Þar var alla tíð náinn samgangur milli þessara fjölskyldna. Ég sem fyrsta barnið í þessari stórfjöl- skyldu var auðvitað stórlega of- dekruð. Ef pabbi eða mamma voru eitthvað að reyna að siða mig til var ég fljót að láta mig hverfa niður til Óla og Maggíar en þar fannst mér ég vera drottn- ing í ríki mínu. Maggí var alltaf að punta mig eða greiða á mér hárið í dægilegar krúsidúllur og Óli, sem var einstaklega barngóð- ur maður, alltaf tilbúinn til að ræða við mig málin eins og ég væri fullorðin manneskja. Seinna eignuðust þau Maggí og Óli sín eigin börn, Guggu, Bjössa og Ás- dísi, og uppi bjuggu svo pabbi og mamma með sín fimm börn. Öll flæddum við á sama hátt milli hæða eftir hentugleikum og nut- um alls þessa foreldraástríkis á báðum stöðum auk þess sem amma, afi og Arnbjörn afabróðir minn, sem líka bjó á heimilinu, önnuðust um okkur eftir föngum. Sumarlangt dvaldi svo þessi stóra fjölskylda í húsi sem við áttum í Hveragerði. Minningin um þessa sumardaga er björt; alltaf var verið að rækta garðinn sem var mikið hugsjónastarf auk þess sem berjatínsla var stunduð af kappi og saftað og sultað úr öllu saman til vetrarins. Frænka mín var mikil blóma- kona og einnig var henni sérlega sýnt um að hafa glæsilegt í kring- um sig hvar sem hún bjó. Í fata- vali og framgöngu allri var hún annáluð smekkmanneskja og alla tíð stórglæsileg. Hún var hár- greiðslukona og af hennar völdum var ég alltaf fín um hárið meðan við bjuggum undir sama þaki. Það voru mikil forréttindi. Frænka mín hafði alltaf mikinn áhuga á þjóðmálum og fylgdist vel með fréttum til hinstu stundar. Þegar ég sat á þingi fylgdist hún með öllu sem ég sagði og skrifaði. Þær mamma mín voru iðnar við að mæta á stjórnmálafundi fram undir það síðasta. Nú eru þær skyndilega báðar horfnar, þessir eldhugar sem alltaf mátti reikna með að stæðu á verðinum. Og við sem þurfum einmitt á fólki eins og þeim að halda, gáfuðu og vel upplýstu baráttufólki sem ævin- lega tók þjóðarhag fram yfir sinn eigin. Um leið og ég þakka Maggí fyr- ir samfylgdina óska ég þess heitt og innilega að við sem eftir lifum náum að halda vopnum okkar og berjast fyrir betra Íslandi í henn- ar anda. Sigríður Jóhannesdóttir. Magnea (Maggý) vinkona mín er dáin. Það er einkennileg tilfinning þegar manneskja sem hefur fylgt manni alla ævi er skyndilega horf- in. Við fæddumst báðar á Hverf- isgötunni í Reykjavík, hvor sínum megin við götuna, hún á nr. 58 og ég nr. 55. Foreldrar hennar voru Sigríður Magnúsdóttir húsmóðir og Ásmundur Jónsson, sjómaður. Hún átti eina systur, Aldísi, og vorum við þrjár ætíð hinar bestu vinkonur. Á uppvaxtarárum okkar var Hverfisgatan breiðstræti mið- að við aðrar götur og þar söfn- uðust saman börn úr nærliggjandi götum til að taka þátt í ýmsum leikjum sem nú heyra að mestu sögunni til. Foreldrar Maggýjar áttu sum- arbústað í Hveragerði og þangað var haldið á hverju sumri. Þær mæðgur voru miklar garðyrkju- konur og í Hveragerði voru þær í essinu sínu, ræktuðu þar blóm og nytjajurtir. Maggý gekk í Austur- bæjarskóla, var síðar nemi við Núpsskóla í Dýrafirði og nam hárgreiðslu við Iðnskólann í Reykjavík. Hún var ákaflega list- ræn, bjó til glermyndir, saumaði á sig og börnin, prjónaði, heklaði og saumaði út. Hún hafði gaman af að vera fín til fara og fylgist vel með tískunni og í minningu minni er hún há, grannvaxin og lagleg stúlka með ákaflega fallega húð sem varð fallega brún er sólin skein. Maggý gekk að eiga Ólaf Tímó- teusarson frá Vestfjörðum og betri eiginmann gat hún ekki eignast, vel gefinn og sérstaklega góður heimilisfaðir. Þau bjuggu fyrst á Hverfisgötunni en byggðu síðan eigið hús í Kópavogi með stórum garði þar sem hún undi vel hag sínum með sinni garð- rækt. Þau áttu einnig hjólhýsi að Laugarvatni þangað sem við heimsóttum þau oft og fórum það- an í ferðir um næsta nágrenni. Ein slík ferð er ógleymanleg og stendur mér ávallt í fersku minni en það var haustferð til Þingvalla. Fegurðin og kyrrðin var svo mik- il, ekki gára á vatni, þjóð sem á slíka gersemi við bæjardyrnar þarf ekki að fara langt til að fá hugarró á tímum umróta eins og nú dynja yfir þjóð vora. Maggý og Óli eignuðust þrjú mannvænleg börn og afkomendur þeirra eru nú allmargir. Þau fluttu úr Kópavogi á Kleppsveg og bjuggu síðustu sambúðarár sín á Skúlagötunni í nágrenni við fæðingarstað hennar með útsýni yfir Faxaflóann og undu þar vel hag sínum. Þó Maggý væri mjög sjálfstæð kona þá var hún ætíð mjög þakk- lát þegar eitthvert barnabarna hennar vildi keyra hana til læknis eða sinna erindum fyrir hana því hún var á síðari árum veikari en margan grunaði. Í sumar fór hún í ferðalag með Bjössa syni sínum og hans fjölskyldu. Hún hafði mjög gaman af þessari ferð enda höfðu þau hjón á árum áður haft hið mesta yndi af ferðalögum meðan heilsa Óla leyfði. Sauma- klúbburinn okkar samanstóð upp- haflega af átta en nú hefur fækk- að í þrjár. Þar var alltaf glatt á hjalla og margt skrafað. Maggý, þó þín sé sárt saknað þá eru minningarnar margar og ljúfar. Ég og fjölskylda mín sendum fjölskyldu Maggýjar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, kæra vinkona, sjáumst síðar. Brynja Helga Kristjánsdóttir. Magnea Ásmundsdóttur Þóra Kristjónsdóttir var heims- kona. Samt fór hún aldrei til út- landa, sjaldan til Reykjavíkur og hafði þá ekki langa viðdvöl. Seyð- isfjörður var hennar heimur. Fjöl- skylda hennar og samferðafólk á friðsælum ævivegi voru þeir heimsborgarar sem hún deildi lífi sínu með þar. Hún hefur nú kvatt fjörðinn sinn og ferðafélagana og horfið inn í heiðríkjuna. Þóra Kristjónsdóttir ✝ Þóra Kristjóns-dóttir fæddist á Djúpavogi 2. júlí 1930. Hún lést laug- ardaginn 6. desember síðastliðinn. Þóra var dóttir hjónanna Krist- jóns Sigurðssonar, f. 28.9. 1888, d. 28.6. 1975 og Hansínu Hansdóttur, f. 17.6. 1887, d. 30.9. 1958. Bræður Þóru eru Hans Kristján, f. 4.1. 1922, d. 25.9. 1995, Gunnar, f. 5.10. 1924, d. 16.7. 1974, og Guðni, f. 11.8. 1928. Fjölskyldan fluttist til Seyð- isfjarðar 1932 og bjó þar upp frá því. Þóra var kvödd í Seyðisfjarð- arkirkju 15. desember í kyrrþey. Þóra var um margt óvenjuleg kona. Sama má í raun segja um fjölskyldu hennar alla, vammlaust fólk sem vildi öllum vel. Orðheldið atgervis- fólk, sem féll aldrei verk úr hendi og var faglegt og fumlaust í því sem það gerði. Til þess var tekið á sín- um tíma hvað Þóra og bræður hennar voru myndarleg og fríð, fallega eygð og með gott skopskyn, en ekkert þeirra kaus að festa ráð sitt. Þóra tók við stjórn heimilisins þegar móðir hennar lést árið 1958. Faðir hennar lést árið 1975. Eftir það hélt Þóra heimili með bræðrum sínum, síðustu árin með Guðna sem nú er einn eftir af þessari samhentu fjölskyldu. Eitt af því sem einkenndi þessi systkini var hvað þau sýndu börn- um mikla virðingu. Þau töluðu æv- inlega við börn á öllum aldri sem jafningja og muna margir Seyð- firðingar þessa viðmótshlýju og stuðning systkinanna frá bernsku- árum sínum. Þóra og bræður hennar voru ekki þaulsætin í öðrum húsum, en gestrisni þeirra var rómuð. Heimilið hennar Þóru er menn- ingarheimili, allt er fallegt og vandað, en yfirlætislaust og hugs- að fyrir hverjum hlut. Þóra var músíkölsk, lék á píanó og gítar og talaði af þekkingu og gleði um tónlist. Hún var líka bókhneigð og las mikið. Var heima í ólíkleg- ustu hlutum og afar gaman að tala við hana. Fötin sín saumaði hún gjarnan sjálf, þar á meðal bæði dragtir og kápur, og hárið sitt svarta klippti hún líka sjálf. Hún var mikil húsmóðir. Veiting- arnar sem hún bar fram þegar maður leit óvænt inn voru galdri líkastar og það virtist engin fyr- irhöfn í kringum það sem allt í einu var komið á sófaborðið fyrir framan mann. Þóra var hvorki fjötruð af tísku né tíðaranda. Hún hafði sinn eig- in stíl og var alltaf hún sjálf, flott kona og aldurslaus með öllu. Í fallegu augunum hennar var hiti og hugulsemi þegar hún talaði við fólk. Öllum var vel við hana. Sjálf er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þessari heilsteyptu og hlýju konu. Heimurinn er ekki bara í út- löndum. Heimur hvers og eins er þar sem hann lifir lífi sínu. Þröngur fjörður á Austurlandi fóstrar jafndýrmæta lífsreynslu og hvaða stórborg sem er. Um það vitna þeir sem þar hafa lifað frá vöggu til grafar. Þóra Kristjónsdóttir var kvödd í kyrrþey í Seyðisfjarðarkirkju 15. desember sl. Guðna Krist- jónssyni og öðrum ættingjum hennar sendi ég samúðarkveðjur vegna fráfalls þessarar undur- góðu og sterku konu. Þóru Krist- jónsdóttur bið ég guðs blessunar. Jónína Michaelsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.