Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA LÁTTU YES MAN KOMA ÞÉR OG ÞÍNUM Í JÓLASKAP, SEGÐU JÁ VIÐ JÓLAGRÍNMYNDINNI Í ÁR “JIM CARREY KEMUR LOKS INN Í GRÍNIÐ AFTUR EFTIR FULLLANGA FJARVERU, OG HANN VELDUR ALLS EKKI VONBRIGÐUM!” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS V.J.V TOPP5.IS JIM CARREY ER HREINT STÓRKOSTLEGUR Í SINNI BESTU GRÍNMYND SÍÐAN DUMB AND DUMBER “ÞESSI MYND ER FYRIR ALLA! HVORT SEM UM ER AÐ RÆÐA ÞRIGGJA ÁRA EÐA ÁTTRÆÐA. HÚN ER STÓRSKEMMTILEG OG ALDREI ER LANGT Á MILLI GÓÐRA BRANDARA.” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI JÓLAMYND SEM ALLIR Í FJÖLSKYLDUNNI GETA HAFT GAMAN AF! ÞRÍVÍDD HEFUR EINFALDLEGA NÁÐ NÝJUM HÆÐUM Í ÞESSARI MYND – SJÓN ER SÖGU RÍKARI. JERMAINE Dupri, kærasti Janet Jackson, neitar þeim sögusögnum að hún sé með barni og að þau séu að fara að gifta sig. Dupri leiðrétti sögusagnirnar á bloggsíðu sinni en tekur fram að þau séu enn saman. Hann skrifaði: „Nei, hún er ekki ólétt og já, við erum enn saman. Það kemur mér á óvart hvað þið öll látið slúðurvefsíðurnar og tíma- ritin stjórna lífi ykkar.“ Hinn 36 ára Dupri segist hafa sett upp vef- síðuna til að leiðrétta slúður sem gengur um hann og hina 42 ára Jackson. „Þess vegna stofnaði ég Global14.com, svo í hvert skipti sem þið heyrið bull um mig get- ið þið komið hingað inn og fengið sannleik- ann,“ skrifar hann. Sögusagnir um þungun Jackson fóru af stað eftir að hún hætti við nokkra viðburði á tónleikatúr sem hún var á í október. Dupri og hún sáust þá varla saman svo það var eins og olía á eld þeirra sögusagna að þau væru hætt að vera saman. Janet Jackson Jermaine Dupri Leiðréttir sögusagnir Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is VEFSÍÐU vikunnar þekkja ef- laust margir lesendur og eiganda hennar, enda er hann einn mesti grínisti Íslands, ef ekki sá allra mesti. Maður þessi er fæddur 4. febrúar árið 1967, leikari að mennt, rithöfundur og skemmtikraftur. ,,Einfaldur maður, skapgóður, þrifalegur og stundvís,“, eins og hann lýsir sjálfum sér á vefsíðunni. Þetta er enginn annar en snilling- urinn Þorsteinn Guðmundsson. Vefsíða Þorsteins er sannarlega þörf þessa dagana, þegar allt virð- ist ætla að sökkva í fúlan pytt þunglyndislegra kreppufrétta, inn- lendra jafnt sem erlendra. Þor- steinn kann svo sannarlega að taka á heitum málum í samfélaginu, eins og vídeóbloggin hans sanna. Má nefna til dæmis vídeóblogg inn- blásið af umræðu um áhrif eigenda og auðmanna á fjölmiðla, í kjölfar Reynis Trausta-málsins mikla. Vídeóbloggið ber yfirskriftina ,,Óháðasti fjölmiðillinn“ og í því heimsækir Þorsteinn mann sem er óháðasti fjömiðillinn. Hann er sinn eigin fjölmiðill, ákvað einn daginn að taka málin í sínar hendur, með höfuðið inni í sjónvarpi. Þannig stjórnar hann sinni eigin dagskrá, flytur sjálfum sér og fjölskyldunni fréttir, veðurfréttir, Stundina okk- ar o.s.frv. Þorsteinn segir jafnvel vefsíðuna Thorsteinngudmunds- son.is vera undir áhrifum af eig- anda sínum. Lítur svo nojaður í kringum sig, eins og til að gá hvort Þorsteinn sé nokkuð að fylgjast með. Gott að bresta í grát Þorsteinn hefur verið iðinn við kolann, sent frá sér helling af myndskeiðum í desember og tekið á heitustu málunum, m.a. ráðgjaf- arþjónustu Sigurjóns Árnasonar, fyrrum bankastjóra Landsbank- ans. Þorsteinn tekur fram að Sig- urjón sé ekki að vinna í Dómkirkj- unni sem krypplingur. Magnað efni. Þá hringir Þorsteinn í Sig- urjón (í plati, sko) sem ráðleggur honum að leggja fé í peningamark- aðssjóð. Hann geti tekið lán í Hag- kaupum til þess. Það er miklu fleira á síðunni en vídeóblogg, m.a. greinar eftir Þor- stein, yfirlit yfir bækur sem hann hefur sent frá sér og textabrot úr þeim, hljóðdæmi úr uppistandi, eða -stöndum, dæmi gefið úr fyrirlestri Þorsteins ,,Betri starfsmaður á 20 mínútum“ og mynddæmi úr sjón- varpsþáttum sem Þorsteinn hefur samið og komið fram í, Atvinnu- manninum og Svalbarða m.a. Það er í stuttu máli hellingur af frá- bæru gríni á síðunni sem má skemmta sér yfir í atvinnuleysinu, eða aðgerðaleysinu, hvort heldur er. Skopskyn Þorsteins er vissu- lega ekki allra, vissulega biksvart og eldsúrt. Sem er undirrituðum mjög að skapi. Hér kemur svo stutt brot, fengið af síðunni, úr fyrrnefndum fyr- irlestri Þorsteins, Betri starfs- maður á 20 mínútum: „Gott er að bresta í grát á árshátíðum og á starfsmannafundum. Enginn hefur hjarta í sér að reka grátandi mann- eskju. Með þessum hætti má feika sig inn á jafnvel hina vönduðustu vinnustaði.“ Skyldi það virka í kreppunni? Skemmtilegur fýr Vefsíðan er sannarlega þörf þessa dagana, þegar allt virðist ætla að sökkva í fúlan pytt þunglyndislegra kreppufrétta. Ófrjáls og óháður VEFSÍÐA VIKUNNAR»THORSTEINNGUDMUNDSSON.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.